Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 15:30 Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er viðmælandi í fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50