Wagner-liði vill hæli í Noregi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 09:15 Andrey Medvedev er 26 ára fyrrverandi hermaður sem gekk til liðs við málaliðahópinn alræmda, Wagner Group. Telegram/Gulagu Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa flúið land því hann hafi orðið vitni að stríðsglæpum í Úkraínu og hann sé tilbúinn til að ræða þá stríðsglæpi við rannsakendur og aðra. Medvedev er 26 ára gamall og er í haldi í Ósló. Þetta er talið í fyrsta sinn sem málaliði Wagner leitar hælis á Vesturlöndum, samkvæmt frétt BBC. Rússneski miðillinn Moscow Times segir frá því að Medvedev hafi rætt við rússnesk mannréttindasamtök sem kallast Gulagu, eftir að hann flúði til Noregs. Þar hafi hann sagt frá því að rússneskir landamæraverðir hafi skotið á hann þegar hann flúði yfir landamærin. Leiddi mann sem myrtur var með sleggju Mannréttindasamtökin segja einnig að Medvedev hafi leitt herdeild Wagner sem Yevgeny Nuzhin, dæmdur morðingi var einnig í. Nuzhin var handsamaður af Úkraínumönnum í fyrra en var svo skipt aftur til Rússlands í fangaskiptum. Eftir það var hann myrtur af öðrum málaliðum með sleggju og birtu forsvarsmenn Wagner myndband af morðinu á internetinu. Medvedev segir aðra málaliða sem hafi neitað að drepa Úkraínumenn eða reynt að flýja hafa verið myrta með sama hætti. Stofnandi Gulagu sagði blaðamanni BBC að Medvedev hefði þjónað í rússneska hernum en verið dæmdur í fangelsi. Eftir það gekk hann til liðs við Wagner og var gerður að leiðtoga þar. Hann segist hafa flúið frá Úkraínu eftir að honum varð ljóst að yfirmenn Wagner ætluðu ekki að leyfa honum að hætta þegar fjögurra mánaða samningur hans rann út. Var í felum í Rússlandi Rússneski miðillinn Novaya Gazeta segir frá viðtali sem Medvedev fór í áður en hann flúði til Noregs en hann er sagður hafa varið tveimur mánuðum í felum í Rússlandi. Þar sagði hann að sérstök deild innan Wagner hefði séð um að taka málaliða sem þykja brjóta reglur hópsins af lífi. Það hafi bæði verið gert í laumi og opinberlega. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa mögulega tekið sannanir fyrir stríðsglæpum með sér til Noregs og að hann ætli sér að deila þeim upplýsingum með aðilum sem rannsaka stríðsglæpi. Kokkurinn segir Medvedev hættulegan Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin rekur Wagner Group en tengist Vladimír Pútín, forseta, nánum böndum og hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hópurinn var stofnaður árið 2015 í kjölfar upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Prigozhin hefur ráðið þúsundir rússneskra fanga til að berjast í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. Auðjöfurinn hefur sent út yfirlýsingu um Medvedev þar sem hann gerir lítið úr honum og segir hann vera norskan ríkisborgara. Prigozhin sakar Medvedev einnig um að hafa komið illa við fanga og segir hann vera mjög hættulegan. Lögmaður Medvedevs segir ummæli auðjöfursins vera röng. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Úkraínumenn og aðrir hafa farið fram á að hópurinn verði skilgreindur sem hryðjuverkasamtök. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Tengdar fréttir Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Lögmaður Medvedevs segir hann hafa flúið land því hann hafi orðið vitni að stríðsglæpum í Úkraínu og hann sé tilbúinn til að ræða þá stríðsglæpi við rannsakendur og aðra. Medvedev er 26 ára gamall og er í haldi í Ósló. Þetta er talið í fyrsta sinn sem málaliði Wagner leitar hælis á Vesturlöndum, samkvæmt frétt BBC. Rússneski miðillinn Moscow Times segir frá því að Medvedev hafi rætt við rússnesk mannréttindasamtök sem kallast Gulagu, eftir að hann flúði til Noregs. Þar hafi hann sagt frá því að rússneskir landamæraverðir hafi skotið á hann þegar hann flúði yfir landamærin. Leiddi mann sem myrtur var með sleggju Mannréttindasamtökin segja einnig að Medvedev hafi leitt herdeild Wagner sem Yevgeny Nuzhin, dæmdur morðingi var einnig í. Nuzhin var handsamaður af Úkraínumönnum í fyrra en var svo skipt aftur til Rússlands í fangaskiptum. Eftir það var hann myrtur af öðrum málaliðum með sleggju og birtu forsvarsmenn Wagner myndband af morðinu á internetinu. Medvedev segir aðra málaliða sem hafi neitað að drepa Úkraínumenn eða reynt að flýja hafa verið myrta með sama hætti. Stofnandi Gulagu sagði blaðamanni BBC að Medvedev hefði þjónað í rússneska hernum en verið dæmdur í fangelsi. Eftir það gekk hann til liðs við Wagner og var gerður að leiðtoga þar. Hann segist hafa flúið frá Úkraínu eftir að honum varð ljóst að yfirmenn Wagner ætluðu ekki að leyfa honum að hætta þegar fjögurra mánaða samningur hans rann út. Var í felum í Rússlandi Rússneski miðillinn Novaya Gazeta segir frá viðtali sem Medvedev fór í áður en hann flúði til Noregs en hann er sagður hafa varið tveimur mánuðum í felum í Rússlandi. Þar sagði hann að sérstök deild innan Wagner hefði séð um að taka málaliða sem þykja brjóta reglur hópsins af lífi. Það hafi bæði verið gert í laumi og opinberlega. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa mögulega tekið sannanir fyrir stríðsglæpum með sér til Noregs og að hann ætli sér að deila þeim upplýsingum með aðilum sem rannsaka stríðsglæpi. Kokkurinn segir Medvedev hættulegan Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin rekur Wagner Group en tengist Vladimír Pútín, forseta, nánum böndum og hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hópurinn var stofnaður árið 2015 í kjölfar upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Prigozhin hefur ráðið þúsundir rússneskra fanga til að berjast í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. Auðjöfurinn hefur sent út yfirlýsingu um Medvedev þar sem hann gerir lítið úr honum og segir hann vera norskan ríkisborgara. Prigozhin sakar Medvedev einnig um að hafa komið illa við fanga og segir hann vera mjög hættulegan. Lögmaður Medvedevs segir ummæli auðjöfursins vera röng. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Úkraínumenn og aðrir hafa farið fram á að hópurinn verði skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Tengdar fréttir Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13
Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07