Vill fjölbreyttari starfsemi í atvinnuhúsnæði á Hlíðarenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 21:30 Helgi Áss Grétarsson segir óhagkvæmt að starfsemin sé svona takmörkuð Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að endurhugsa skipulag í nýjum hverfum og búa til hvata svo atvinnurekendur vilji hefja þar starfsemi. Óeðlilegt sé til dæmis að nærri allt atvinnuhúsnæði í nýju Hlíðarendahverfi standi enn tómt. Um tvö ár eru liðin síðan fyrstu nýbyggingarnar í nýju Hlíðarendahverfi urðu tilbúnar til að flutt yrði þangað inn en enn er mikil uppbygging í hverfinu. Á jarðhæðum í nýju húsunum er víðast gert ráð fyrir atvinnustarfsemi en margt slíkt húsnæði stendur enn tómt. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði í dag fram tillögu á fundi borgarstjórnar um fjölbreyttari notkun húsnæðisins. „Ég vil gjarnan að það fæðist líf á jarðhæðum í hverfinu, þar sem er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi,“ segir Helgi. „Það má mögulega líka hugsa sér hvort Reykjavíkurborg gæti verið með starfsemi á þessum stað með einhverjum hætti og jafnvel hvort sé hægt að vera með reglu til að hafa efnahagslegan hvata svo þessi starfsemi geti átt sér stað.“ Skoða þurfi hvrot raunhæft sé að gera ráð fyrir atvinnuhúsnæði á þessum stöðum þegar á sama tíma er gert ráð fyrir að bara gangandi vegfarendur sæki sér þjónustuna. „Þetta varðar ekki bara Hlíðarendahverfið. Þetta varðar ýmsa aðra byggingarreiti þar sem er gert ráð fyrir svo fáum bílastæðum og mikilli íbúðabyggð og það vantar tengingu við hagkerfið og hvort sé einhver eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á jarðhæð,“ segir Helgi. „Það er erfitt að sjá hvenær muni blómstra þarna atvinustarfsemi með þeim skilyrðum sem eru núna í gildi.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Um tvö ár eru liðin síðan fyrstu nýbyggingarnar í nýju Hlíðarendahverfi urðu tilbúnar til að flutt yrði þangað inn en enn er mikil uppbygging í hverfinu. Á jarðhæðum í nýju húsunum er víðast gert ráð fyrir atvinnustarfsemi en margt slíkt húsnæði stendur enn tómt. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði í dag fram tillögu á fundi borgarstjórnar um fjölbreyttari notkun húsnæðisins. „Ég vil gjarnan að það fæðist líf á jarðhæðum í hverfinu, þar sem er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi,“ segir Helgi. „Það má mögulega líka hugsa sér hvort Reykjavíkurborg gæti verið með starfsemi á þessum stað með einhverjum hætti og jafnvel hvort sé hægt að vera með reglu til að hafa efnahagslegan hvata svo þessi starfsemi geti átt sér stað.“ Skoða þurfi hvrot raunhæft sé að gera ráð fyrir atvinnuhúsnæði á þessum stöðum þegar á sama tíma er gert ráð fyrir að bara gangandi vegfarendur sæki sér þjónustuna. „Þetta varðar ekki bara Hlíðarendahverfið. Þetta varðar ýmsa aðra byggingarreiti þar sem er gert ráð fyrir svo fáum bílastæðum og mikilli íbúðabyggð og það vantar tengingu við hagkerfið og hvort sé einhver eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á jarðhæð,“ segir Helgi. „Það er erfitt að sjá hvenær muni blómstra þarna atvinustarfsemi með þeim skilyrðum sem eru núna í gildi.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira