Reuters segir frá því að loftfar hafi rekist á byggingu sem hýsir „félagslega innviði“ í Brovary og vísar þar í yfirlýsingu starfsmannastjóra Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Samkvæmt heimildum hafi verið um að ræða þyrlu eða dróna.
Starfsmannastjórinn Kýrýló Týmósjenkó segir að verið sé að leita upplýsinga um manntjón og hvernig málið bar að. Björgunarlið sé þegar á staðnum, segir Týmósjenkó á Telegram.
An explosion reported near a kindergarten in Brovary, Kyiv region, was the result of a helicopter crash - spokesperson for the Kyiv region police https://t.co/6zaJcxoGCY
— KyivPost (@KyivPost) January 18, 2023
Oleksí Kúleba, ríkisstjóri í Kænugarði, segir að það hafi verið börn og starfsmenn í byggingunni þegar þyrlan eða dróninn rakst á hana.
Euromaidan Press greinir frá því að fimm manns hið minnsta hafi slasast og vísar þar í orð talsmanns lögreglu.
At least 5 people wounded in a helicopter crash in Brovary (Kyiv Oblast, northern Ukraine) this morning, Police dept. of Kyiv Oblast reports.
— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) January 18, 2023