Slúðurmiðillinn Page Six birti myndir af Gomez og Taggart saman í keilu í New York borg í gær. Sjónarvottar segja turtildúfurnar augljóslega hafa verið á stefnumóti þar sem þau hefðu verið í miklu kossaflensi á milli þess sem þau fleygðu keilukúlum. Þau virtust því ekki reyna að fara leynt með sambandið þrátt fyrir að hvorugt þeirra hafi staðfest nokkuð við fjölmiðla vestanhafs.
Selena Gomez hefur slegið í gegn í þáttunum Only Murders in The Building. Nýlega gaf hún svo út heimildarmyndina My Mind and Me þar sem hún opnar sig um andleg veikindi.
Gomez hefur verið einhleyp í þó nokkurn tíma, en eins og frægt er átti hún í ástarsambandi við tónlistarmanninn Justin Bieber um árabil. Taggart var áður í sambandi með fyrirsætunni Eve Jobs sem er dóttir Apple-stofnandans Steve Jobs.
Frægðarsól Taggart hefur risið síðustu ár með hljómsveitinni The Chainsmokers. Sveitina skipar Taggart ásamt Alex Pall. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um átta árum síðan og hafa þeir slegið í gegn með lögum á borð við Something Just Like This, Closer og Don't Let Me Down.