Gulu skósveinarnir möluðu gull Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. janúar 2023 14:30 Skósveinarnir, Elvis Presley, Batman og Avatar voru tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs. IMDB Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda. Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01
Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36