Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 18. janúar 2023 18:00 Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Heilsa Lyf Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar