KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 16:31 KR og Njarðvík hafa mæst oft enda einu liðin sem hafa verið með í úrvalsdeild frá því að hún var stofnuð. Vísir/Bára Dröfn Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið.
Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira