Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Árni Jóhannsson skrifar 20. janúar 2023 20:29 Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtalinu en hann langaði að segja ansi margt. Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54