Réðst á leigubílsstjóra og rændi bílnum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 07:24 Aðstoða þurfti minnst tvo aðra leigubílstjóra í nótt vegna farþega sem neituðu að greiða fyrir far eða voru til vandræða. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra og rænt bíl hans. Leigubílstjórinn óskaði eftir aðstoð í nótt og sagði að farþegi hefði ráðist á sig og náð að reka sig úr bílnum. Farþeginn hafi í kjölfarið ekið á brott á leigubílnum. Í dagbók lögreglu segir að bíllinn hafi verið stöðvaður skömmu síðar og bílræninginn hafi verið handtekinn, grunaður um rán, akstur undir áhrifum áfengis og önnur brot. Hann var vistaður í fangaklefa. Leigubílstjórinn fór á bráðamóttöku en lögreglan hefur ekki upplýsingar um meiðsl hans. Aðstoða þurfti minnst tvo aðra leigubílstjóra í nótt vegna farþega sem neituðu að greiða fyrir far eða voru til vandræða. Þá höfðu lögregluþjónar afskipti af erlendum einstakling í Hlíðunum sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þá kom í ljóst að hann var hér á landi ólöglega og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tvö slagsmál voru tilkynnt í Hafnarfirði í nótt. Tveir voru handteknir í öðru tilvikinu og eru grunaðir um líkamsárás. Í dagbókinni segir einnig að minnst tvö umferðaróhöpp hafi átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Í einu tilfelli valt bíll á Reykjanesbraut í Kópavogi. Þar urðu meiðsl minniháttar en bíllinn var töluvert skemmdur. Draga þurfti tvo bíl af vettvangi eftir bílslys á Miklubraut en þar var ekki vitað um meiðsli. Lögreglunni barst einnig tilkynning um skrifborðsstól sem einhver hafði komið fyrir á Miklubraut. Stóllinn var þó horfinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglumál Leigubílar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að bíllinn hafi verið stöðvaður skömmu síðar og bílræninginn hafi verið handtekinn, grunaður um rán, akstur undir áhrifum áfengis og önnur brot. Hann var vistaður í fangaklefa. Leigubílstjórinn fór á bráðamóttöku en lögreglan hefur ekki upplýsingar um meiðsl hans. Aðstoða þurfti minnst tvo aðra leigubílstjóra í nótt vegna farþega sem neituðu að greiða fyrir far eða voru til vandræða. Þá höfðu lögregluþjónar afskipti af erlendum einstakling í Hlíðunum sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þá kom í ljóst að hann var hér á landi ólöglega og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tvö slagsmál voru tilkynnt í Hafnarfirði í nótt. Tveir voru handteknir í öðru tilvikinu og eru grunaðir um líkamsárás. Í dagbókinni segir einnig að minnst tvö umferðaróhöpp hafi átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Í einu tilfelli valt bíll á Reykjanesbraut í Kópavogi. Þar urðu meiðsl minniháttar en bíllinn var töluvert skemmdur. Draga þurfti tvo bíl af vettvangi eftir bílslys á Miklubraut en þar var ekki vitað um meiðsli. Lögreglunni barst einnig tilkynning um skrifborðsstól sem einhver hafði komið fyrir á Miklubraut. Stóllinn var þó horfinn þegar lögregluþjóna bar að garði.
Lögreglumál Leigubílar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira