„Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, ég er ekki þannig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2023 12:25 Gummi kíró segist hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér og látur sér fátt finnast um álit annarra. Instagram „Maður er alveg með svona x-ray sjón, eins og í Terminator myndunum. Fólk þarf ekki annað en að labba í átt til mín og þá sé ég oft nákvæmlega hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Nafnið Gummi kíró fæddist með Instagram Áhugann fyrir kíropraktornum segir Gummi að hafi kviknað um tvítugt en heilsa og heilsutengd mál alltaf verið rauður þráður í lífi hans. Hann útskrifaðist úr Karonlinska háskólanum í Stokkhólmi árið 2010 eftir sex ára nám í kírópraktúr og opnaði sína fyrstu stofu þar í borg. Okkur langaði að vera áfram í Stokkhólmi þannig að ég ákvað bara að taka stökkið og opna mína eigin stofu en það var ákaflega lærdómsríkt að henda sér í djúpu laugina í stórborg og reyna að spjara sig. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Aðspurður hvort að nafnið Gummi kíró hafi fests við hann á þessum tíma segir hann svo ekki vera heldur hafi nafnið fæðst þegar hann fluttist aftur til Íslands. „Þegar ég kom heim 2012 var Instagram nýtt á nálinni, eða svo til, og þá þurfti maður að finna svona identity til að markaðssetja sig. Þá þarf maður að vera með eitthvað sterkt identity til að tengja fólk við það sem maður er að gera og þá kom þetta nafn, Gummi kíró.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má nálgast viðtalið við Gumma kíró í heild sinni. Aðspurður um unga fólkið og breytta líkamsstöðu vegna tölvu- og símanotkunar segist hann vel finna fyrir vaxandi stoðkerfisvanda hjá þeim aldurshópi og hvernig vandamálin hafa breyst. Það er mikið af ungu fólki að koma til mín og okkar á stofunni sem eru með verki í brjóstbaki eða öxlum og eru mjög mikið með höfuðverki, til dæmis. Þetta stafar allt af stífu efra baki og bólgum í sinafestingum sem fara í axlirnar og hálsinn. Mjóbaksverkir hafi verið algengasta vandamálið hér áður fyrr en nú séu það verkir undir öðru hvoru herðablaðinu, vandamál sem stafar af stífu brjóstbaki. Þetta er mitt bakið okkar, sem er á milli herðablaðanna en þetta vandamál er orðið lang, lang stærsta vandamálið í dag. Ég hef lent í öllu Í vinnu sinni sem kírópraktor segir Gummi oft upplifa að losni um miklar og sterkar tilfinningar, enda sé fólk sem mæti til hans jafnvel sár-þjátt og í mikilli spennu. Ég held að ég hafi svo sem lent í öllu, allt mjög jákvætt og gott en það gerist ýmislegt þegar þú ert að losa um einhvern verk eða stífleika og það verður þessi léttir. Fólk er svo þakklátt þegar maður hjálpar því með bakið sitt eða annað. Því ef þú ert með tak í bakinu eða hálsinum þá getur þú ekkert gert. Hann leggur áherslu á að fólk leiti sér hjálpar um leið og það fer að kenna meins en segir þó aldrei of seint að meðhöndla og hjálpa fólki. „Ég hef verið að meðhöndla fólk sem er búið að fá brjósklos tvisvar, þrisvar eða er búið að fara í spengingar eða hryggbrotnað. Fólk með mjög mikið slit og/eða aðra bólgusjúkdóma og er þá að viðhalda eins góðri heilsu eins og hægt er með því að koma.“ Gummi er í sambandi með áhrifavaldinum og athafnakonunni Línu Birgittu Sigurðardóttur og er óhætt að segja að parið sé samstíga þegar kemur að tískuáhuga og samfélagsmiðlum. Gummi fór á skeljarnarnar síðasta vetur í borg ástarinnar París og tilkynntu þau stóru fréttirnar á Instagram með myndum af stóru stundinni. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Lætur álit annarra ekki trufla sig Gummi er sjálfur mjög virkur á Instagram þar sem hann veitir fylgjendum sínum, sem eru í dag rúmlega ellefu þúsund, innsýn inn í líf sitt og óbrennandi tískuáhugann. Augljóst er að mikill metnaður og tími fer í framsetningu á efni og ber þar hæst uppstilltar og úthugsaðar ljósmyndir af nýjustu fatakaupunum, trendum eða öðru lífstílstengdu efni. Aðspurður segist Gummi finna fyrir ákveðnum fordómum og skilningsleysi þegar snýr að því að vera karlmaður á hans aldri að sýna frá fatakaupum, húðrútínu og lífstílstengdu efni. Samfélagslega sé það líklega meira samþykkt að kvenfólk eigi þetta svið, allavega hér á landi. Sjálfur hafi hann þó húmor fyrir sjálfum sér og láti álit annarra ekki á sig fá. Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, en ég er svo ekki þannig. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að láta minn persónuleika skína. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Fjögurra tíma morgunrúta Eitt af því sem Gummi hefur deilt á samfélagsmiðlum er morgunrútína hans sem er vissulega aðeins ítarlegri og tímafrekari en tannburstun og morgunmatur fyrir vinnu. Dagurinn hans byrjar yfirleitt um fimm, hálf sex, eða tæplega fjórum tímum áður en hann mætir til vinnu, klukkan níu. Fyrsta sem ég geri er að ég drekk mikið af vatni og svo fer ég oftast að hugleiða, skipuleggja daginn. Svo fer ég mikið í kalt vatn, bæði með líkama og andlit. Svo fer ég oftast í markmiðasetningu fyrir daginn og/eða vikuna eða eitthvað lengra tímabil. Svo fer ég alltaf í ræktina, oftast á hverjum morgni. Svo er það húðrútínan eftir sturtuna og allt það. Aðspurður um andlegu málin og hugleiðslu segist hann með árunum vera farinn að leita meira og meira inn á við, sinna sjálfum sér betur. Hefur þú alltaf verið með svona mikinn fataáhuga? Já, svona útlitsáhuga. Að líða vel í eigin skinni, algjörlega! Þetta er svona ákveðin tjáning hjá mér. Þetta byrjaði þegar ég var mjög ungur og ég man eftir því þegar ég var í gaggó þá var ég alltaf svona svolítið öðruvísi en hinir og þetta hefur bara vaxið. Vill gera herratísku hærra undir höfði Tískuáhugann segir hann hafa tekið töluvert stökk þegar hann var búsettur í Stokkhólmi þar sem borgin er mikil tískuborg og mun meiri áhersla og athygli sé á herratískunni en til dæmis á Íslandi. „Þar er herratískan stór og þar eru einstaklingar sem eru duglegir að fræða mann um tísku og annað slíkt, sem ég hef litið upp til. Mér finnst þetta vanta á Íslandi og áhuginn minn leiddi mig út í það, að gera þetta hér.“ Er þetta ekki dýrt áhugamál? „Já, það getur verið það. Ef þú ert að eltast svolítið við trendin og svoleiðis, en ég geri það nú alveg. Fatastílinn minn hefur nú alveg þróast í gegnum árin og ég gert mín tískuslys í gegnum tíðina. Það er kannski þegar maður er að eltast við og maður er að prufa og maður er að sjá hvað passar og hvað ekki. En já, þetta getur verið dýrt,“ segir Gummi sem viðurkennir fúslega að miklir fjármunir fari í fatakaupin, meira en hjá meðal manni eins og hann segir, en fötin endi þó ekki í stafla og safni ryki uppi í skáp. Mér finnst mjög leiðinlegt að eiga eitthvað sem ég er ekki að nota. Ég sel alltaf mínar flíkur reglulega, ég er með Instagramsíðu sem heitir Kíróskápurinn og þar set ég inn það sem ég er að selja. Áður fyrr setti ég þetta í Story og þetta rauk alltaf út. En ég er mjög duglegur að selja það sem ég er ekki að nota. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Heilsa Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Nafnið Gummi kíró fæddist með Instagram Áhugann fyrir kíropraktornum segir Gummi að hafi kviknað um tvítugt en heilsa og heilsutengd mál alltaf verið rauður þráður í lífi hans. Hann útskrifaðist úr Karonlinska háskólanum í Stokkhólmi árið 2010 eftir sex ára nám í kírópraktúr og opnaði sína fyrstu stofu þar í borg. Okkur langaði að vera áfram í Stokkhólmi þannig að ég ákvað bara að taka stökkið og opna mína eigin stofu en það var ákaflega lærdómsríkt að henda sér í djúpu laugina í stórborg og reyna að spjara sig. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Aðspurður hvort að nafnið Gummi kíró hafi fests við hann á þessum tíma segir hann svo ekki vera heldur hafi nafnið fæðst þegar hann fluttist aftur til Íslands. „Þegar ég kom heim 2012 var Instagram nýtt á nálinni, eða svo til, og þá þurfti maður að finna svona identity til að markaðssetja sig. Þá þarf maður að vera með eitthvað sterkt identity til að tengja fólk við það sem maður er að gera og þá kom þetta nafn, Gummi kíró.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má nálgast viðtalið við Gumma kíró í heild sinni. Aðspurður um unga fólkið og breytta líkamsstöðu vegna tölvu- og símanotkunar segist hann vel finna fyrir vaxandi stoðkerfisvanda hjá þeim aldurshópi og hvernig vandamálin hafa breyst. Það er mikið af ungu fólki að koma til mín og okkar á stofunni sem eru með verki í brjóstbaki eða öxlum og eru mjög mikið með höfuðverki, til dæmis. Þetta stafar allt af stífu efra baki og bólgum í sinafestingum sem fara í axlirnar og hálsinn. Mjóbaksverkir hafi verið algengasta vandamálið hér áður fyrr en nú séu það verkir undir öðru hvoru herðablaðinu, vandamál sem stafar af stífu brjóstbaki. Þetta er mitt bakið okkar, sem er á milli herðablaðanna en þetta vandamál er orðið lang, lang stærsta vandamálið í dag. Ég hef lent í öllu Í vinnu sinni sem kírópraktor segir Gummi oft upplifa að losni um miklar og sterkar tilfinningar, enda sé fólk sem mæti til hans jafnvel sár-þjátt og í mikilli spennu. Ég held að ég hafi svo sem lent í öllu, allt mjög jákvætt og gott en það gerist ýmislegt þegar þú ert að losa um einhvern verk eða stífleika og það verður þessi léttir. Fólk er svo þakklátt þegar maður hjálpar því með bakið sitt eða annað. Því ef þú ert með tak í bakinu eða hálsinum þá getur þú ekkert gert. Hann leggur áherslu á að fólk leiti sér hjálpar um leið og það fer að kenna meins en segir þó aldrei of seint að meðhöndla og hjálpa fólki. „Ég hef verið að meðhöndla fólk sem er búið að fá brjósklos tvisvar, þrisvar eða er búið að fara í spengingar eða hryggbrotnað. Fólk með mjög mikið slit og/eða aðra bólgusjúkdóma og er þá að viðhalda eins góðri heilsu eins og hægt er með því að koma.“ Gummi er í sambandi með áhrifavaldinum og athafnakonunni Línu Birgittu Sigurðardóttur og er óhætt að segja að parið sé samstíga þegar kemur að tískuáhuga og samfélagsmiðlum. Gummi fór á skeljarnarnar síðasta vetur í borg ástarinnar París og tilkynntu þau stóru fréttirnar á Instagram með myndum af stóru stundinni. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Lætur álit annarra ekki trufla sig Gummi er sjálfur mjög virkur á Instagram þar sem hann veitir fylgjendum sínum, sem eru í dag rúmlega ellefu þúsund, innsýn inn í líf sitt og óbrennandi tískuáhugann. Augljóst er að mikill metnaður og tími fer í framsetningu á efni og ber þar hæst uppstilltar og úthugsaðar ljósmyndir af nýjustu fatakaupunum, trendum eða öðru lífstílstengdu efni. Aðspurður segist Gummi finna fyrir ákveðnum fordómum og skilningsleysi þegar snýr að því að vera karlmaður á hans aldri að sýna frá fatakaupum, húðrútínu og lífstílstengdu efni. Samfélagslega sé það líklega meira samþykkt að kvenfólk eigi þetta svið, allavega hér á landi. Sjálfur hafi hann þó húmor fyrir sjálfum sér og láti álit annarra ekki á sig fá. Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, en ég er svo ekki þannig. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að láta minn persónuleika skína. View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Fjögurra tíma morgunrúta Eitt af því sem Gummi hefur deilt á samfélagsmiðlum er morgunrútína hans sem er vissulega aðeins ítarlegri og tímafrekari en tannburstun og morgunmatur fyrir vinnu. Dagurinn hans byrjar yfirleitt um fimm, hálf sex, eða tæplega fjórum tímum áður en hann mætir til vinnu, klukkan níu. Fyrsta sem ég geri er að ég drekk mikið af vatni og svo fer ég oftast að hugleiða, skipuleggja daginn. Svo fer ég mikið í kalt vatn, bæði með líkama og andlit. Svo fer ég oftast í markmiðasetningu fyrir daginn og/eða vikuna eða eitthvað lengra tímabil. Svo fer ég alltaf í ræktina, oftast á hverjum morgni. Svo er það húðrútínan eftir sturtuna og allt það. Aðspurður um andlegu málin og hugleiðslu segist hann með árunum vera farinn að leita meira og meira inn á við, sinna sjálfum sér betur. Hefur þú alltaf verið með svona mikinn fataáhuga? Já, svona útlitsáhuga. Að líða vel í eigin skinni, algjörlega! Þetta er svona ákveðin tjáning hjá mér. Þetta byrjaði þegar ég var mjög ungur og ég man eftir því þegar ég var í gaggó þá var ég alltaf svona svolítið öðruvísi en hinir og þetta hefur bara vaxið. Vill gera herratísku hærra undir höfði Tískuáhugann segir hann hafa tekið töluvert stökk þegar hann var búsettur í Stokkhólmi þar sem borgin er mikil tískuborg og mun meiri áhersla og athygli sé á herratískunni en til dæmis á Íslandi. „Þar er herratískan stór og þar eru einstaklingar sem eru duglegir að fræða mann um tísku og annað slíkt, sem ég hef litið upp til. Mér finnst þetta vanta á Íslandi og áhuginn minn leiddi mig út í það, að gera þetta hér.“ Er þetta ekki dýrt áhugamál? „Já, það getur verið það. Ef þú ert að eltast svolítið við trendin og svoleiðis, en ég geri það nú alveg. Fatastílinn minn hefur nú alveg þróast í gegnum árin og ég gert mín tískuslys í gegnum tíðina. Það er kannski þegar maður er að eltast við og maður er að prufa og maður er að sjá hvað passar og hvað ekki. En já, þetta getur verið dýrt,“ segir Gummi sem viðurkennir fúslega að miklir fjármunir fari í fatakaupin, meira en hjá meðal manni eins og hann segir, en fötin endi þó ekki í stafla og safni ryki uppi í skáp. Mér finnst mjög leiðinlegt að eiga eitthvað sem ég er ekki að nota. Ég sel alltaf mínar flíkur reglulega, ég er með Instagramsíðu sem heitir Kíróskápurinn og þar set ég inn það sem ég er að selja. Áður fyrr setti ég þetta í Story og þetta rauk alltaf út. En ég er mjög duglegur að selja það sem ég er ekki að nota. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Heilsa Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira