Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. janúar 2023 10:19 Keppendurnir sjö sem spreyttu sig á ástarlögum í Idolhöllinni síðasta föstudag. Vísir/Hulda Margrét Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. Útsendingin var seinna á dagskrá en vanalega sökum leik karlalandsliðsins í handbolta. Þrátt fyrir tap Íslands hafði það ekki áhrif á stemninguna í Idolhöllinni sem var rafmögnuð. Eftir að keppendur höfðu lokið við sinn flutning komu kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már með tilkynningu sem kom öllum í opna skjöldu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Varð það til þess að spennustigið jókst enn frekar. Eftir símakosningu áhorfenda kom það í ljós að það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem höfðu fengið fæst atkvæði. Að lokum voru það þó Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim. Nú standa því aðeins fimm keppendur eftir; Bía, Símon Grétar, Guðjón Smári, Saga Matthildur og Kjalar, og er ljóst að keppnin verður harðari með hverri vikunni sem líður. Handboltaleikurinn var sýndur á stórum skjá fyrir útsendingu. Á þessu augnabliki var Birgitta mögulega að lifa sig inn í leikinn.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör eitursvalur.Vísir/Hulda Margrét Birgitta Haukdal stórglæsileg að venju, með fléttur sem eru alveg í hennar anda.Vísir/Hulda Margrét Daníel Ágúst var með lúkkið upp á tíu eins og honum einum er lagið.Vísir/Hulda Margrét Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvers konar lúkk Bríet bíður upp á. Að þessu sinni skartaði hún nýjum hárlit.Vísir/Hulda Margrét Það var Þórhildur Helga sem byrjaði kvöldið og flutti hún lagið Hallelujah með Leonard Cohen.Vísir/Hulda Margrét Þórhildur var eins og engill á sviðinu í öllu hvítu.Vísir/Hulda Margrét Næst á svið var Bía sem flutti lagið In Case You Don't Live Forever með Ben Platt.Vísir/Hulda Margrét Bía tileinkaði afa sínum flutninginn. Það klökknuðu eflaust einhverjir þegar mynd af afa Bíu var varpað upp á svið í miðju laginu.Vísir/Hulda Margrét Símon Grétar flutti lagið Wicked Game með Chris Isaak.Vísir/Hulda Margrét Símon var með gítarinn í hönd í byrjun flutningsins en sleppti honum svo þegar leið á. Vísir/Hulda Margrét Ninja flutti lagið All I Could Do Was Cry með Ettu James en flutti það í útfærslu Beyoncé.Vísir/Hulda Margrét Útlit Ninju var alveg í takt við lagið. Hún var í svörtum síðkjól með rauðan varalit, hanska og hárgreiðslu í anda sjötta áratugsins.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Smári flutti lagið I Want to Know What Love Is með Foreigner.Vísir/Hulda Margrét Guðjón var flottur á sviðinu og lifði sig inn í flutninginn.Vísir/Hulda Margrét Saga Matthildur flutti lagið Tennessee Whiskey með Chris Stapleton.Vísir/Hulda Margrét Saga Matthildur lék á gítar í laginu og viðurkenndi hún að það væri ögn erfiðara að koma gítarnum fyrir nú þegar hún er ófrísk.Vísir/Hulda Margrét Kjalar flutti lagið Something með Bítlunum.Vísir/Hulda Margrét Kjalar byrjaði lagið á því að leika á úkúlele sem hann hafði fengið í jólagjöf.Vísir/Hulda Margrét Kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már stýrðu kvöldinu með glæsibrag.Vísir/Hulda Margrét Það var mikil spenna í loftinu þegar keppendur biðu þess að vita hvort þau hefðu komist áfram eða hvort þau væru á leiðinni heim.Vísir/Hulda Margrét Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem voru í þremur neðstu sætunum.Vísir/Hulda Margrét Það var Þórhildur Helga sem var fyrst til þess að vera send heim.Vísir/Hulda Margrét Í lokin var það Ninja sem laut í lægra haldi gegn Bíu og heldur Bía því áfram en Ninja var send heimVísir/Hulda Margrét Idol Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Ljósmyndun Tengdar fréttir „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Föstudagar eru Idol dagar og í kvöld fara fram sjö manna úrslit. Rétt eins og síðasta föstudag verður keppnin í beinni útsendingu frá Idolhöllinni í Gufunesi. 20. janúar 2023 09:51 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Útsendingin var seinna á dagskrá en vanalega sökum leik karlalandsliðsins í handbolta. Þrátt fyrir tap Íslands hafði það ekki áhrif á stemninguna í Idolhöllinni sem var rafmögnuð. Eftir að keppendur höfðu lokið við sinn flutning komu kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már með tilkynningu sem kom öllum í opna skjöldu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Varð það til þess að spennustigið jókst enn frekar. Eftir símakosningu áhorfenda kom það í ljós að það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem höfðu fengið fæst atkvæði. Að lokum voru það þó Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim. Nú standa því aðeins fimm keppendur eftir; Bía, Símon Grétar, Guðjón Smári, Saga Matthildur og Kjalar, og er ljóst að keppnin verður harðari með hverri vikunni sem líður. Handboltaleikurinn var sýndur á stórum skjá fyrir útsendingu. Á þessu augnabliki var Birgitta mögulega að lifa sig inn í leikinn.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör eitursvalur.Vísir/Hulda Margrét Birgitta Haukdal stórglæsileg að venju, með fléttur sem eru alveg í hennar anda.Vísir/Hulda Margrét Daníel Ágúst var með lúkkið upp á tíu eins og honum einum er lagið.Vísir/Hulda Margrét Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvers konar lúkk Bríet bíður upp á. Að þessu sinni skartaði hún nýjum hárlit.Vísir/Hulda Margrét Það var Þórhildur Helga sem byrjaði kvöldið og flutti hún lagið Hallelujah með Leonard Cohen.Vísir/Hulda Margrét Þórhildur var eins og engill á sviðinu í öllu hvítu.Vísir/Hulda Margrét Næst á svið var Bía sem flutti lagið In Case You Don't Live Forever með Ben Platt.Vísir/Hulda Margrét Bía tileinkaði afa sínum flutninginn. Það klökknuðu eflaust einhverjir þegar mynd af afa Bíu var varpað upp á svið í miðju laginu.Vísir/Hulda Margrét Símon Grétar flutti lagið Wicked Game með Chris Isaak.Vísir/Hulda Margrét Símon var með gítarinn í hönd í byrjun flutningsins en sleppti honum svo þegar leið á. Vísir/Hulda Margrét Ninja flutti lagið All I Could Do Was Cry með Ettu James en flutti það í útfærslu Beyoncé.Vísir/Hulda Margrét Útlit Ninju var alveg í takt við lagið. Hún var í svörtum síðkjól með rauðan varalit, hanska og hárgreiðslu í anda sjötta áratugsins.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Smári flutti lagið I Want to Know What Love Is með Foreigner.Vísir/Hulda Margrét Guðjón var flottur á sviðinu og lifði sig inn í flutninginn.Vísir/Hulda Margrét Saga Matthildur flutti lagið Tennessee Whiskey með Chris Stapleton.Vísir/Hulda Margrét Saga Matthildur lék á gítar í laginu og viðurkenndi hún að það væri ögn erfiðara að koma gítarnum fyrir nú þegar hún er ófrísk.Vísir/Hulda Margrét Kjalar flutti lagið Something með Bítlunum.Vísir/Hulda Margrét Kjalar byrjaði lagið á því að leika á úkúlele sem hann hafði fengið í jólagjöf.Vísir/Hulda Margrét Kynnarnir Sigrún Ósk og Aron Már stýrðu kvöldinu með glæsibrag.Vísir/Hulda Margrét Það var mikil spenna í loftinu þegar keppendur biðu þess að vita hvort þau hefðu komist áfram eða hvort þau væru á leiðinni heim.Vísir/Hulda Margrét Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem voru í þremur neðstu sætunum.Vísir/Hulda Margrét Það var Þórhildur Helga sem var fyrst til þess að vera send heim.Vísir/Hulda Margrét Í lokin var það Ninja sem laut í lægra haldi gegn Bíu og heldur Bía því áfram en Ninja var send heimVísir/Hulda Margrét
Idol Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Ljósmyndun Tengdar fréttir „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Föstudagar eru Idol dagar og í kvöld fara fram sjö manna úrslit. Rétt eins og síðasta föstudag verður keppnin í beinni útsendingu frá Idolhöllinni í Gufunesi. 20. janúar 2023 09:51 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Föstudagar eru Idol dagar og í kvöld fara fram sjö manna úrslit. Rétt eins og síðasta föstudag verður keppnin í beinni útsendingu frá Idolhöllinni í Gufunesi. 20. janúar 2023 09:51
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning