Segir ráðgjafa og eftirlitsaðila axla ábyrgð á lekanum í Fossvogsskóla Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. janúar 2023 17:36 Fossvogsskóli Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum varð mikill leki varð í Fossvogsskóla síðastliðinn föstudag. Leysingavatn tók að rigna inn í fjórar stofur á vesturhlið skólans. Þetta leiddi til þess að skólahaldi var aflýst á miðstigi og um 150 börn voru send heim. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Í samtali við Vísi sagði Ámundi lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Unnið að úrbótum í samvinnu við alla aðila Í fyrrnefndu bréfi til foreldra barna og starfsfólks í Fossvogsskóla segir að fumlaus viðbrögð starfsfólks og verktaka á föstudaginn og yfir helgina hafi dregið úr tjóni sem telst sem betur fer óverulegt. „Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir málið með hönnuðum og eftirlitsaðilum og við teljum mikilvægt að deila með ykkur því sem við vitum um hvað gerðist og til hvaða aðgerða verður gripið í framhaldinu. Lekinn á föstudag kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta er upphafleg hönnun á rennum sem setja svip sinn á byggingarnar en í gegnum tíðina hefur verið bætt við yfir- og niðurföllum og hitaþráðum. Ekki var búið að bæta við þessum þáttum þegar rennurnar voru endurnýjaðar nýlega. Við verklok verður framkvæmd lokaúttekt þar sem farið er yfir alla þætti framkvæmdar.“ Þá kemur fram að teymi ráðgjafa og eftirlitsaðila sem standa að framkvæmdum við Fossvogsskóla axli ábyrgð á því að önnur útfærsla og framkvæmd þakkantsins hefði komið í veg fyrir leka við þessar sérstöku veðuraðstæður. „Unnið verður að úrbótum í samvinnu allra aðila til að koma í veg fyrir að tjón af þessu tagi komi fyrir aftur.“ Lán í óláni Þá segir að þegar sú ákvörðun var tekin að ráðast í heildræna endurnýjun á húsnæði Fossvogsskóla hafi verið haft að leiðarljósi að vanda sérlega vel til verka á öllum stigum hönnunar og framkvæmda. „Í öllu ferlinu hefur verið reynt af fremsta megni að tryggja gæði framkvæmda en jafnframt að mæta metnaðarfullum tímaáætlunum um að flytja skólastarfið allt aftur í Fossvogsdalinn síðasta haust. Af hálfu Reykjavíkurborgar er engu til sparað í þessu hvað varðar gæði hönnunar, framkvæmdar eða byggingarefna. Verkfræðistofan Efla hefur haft eftirlit með hönnun og framkvæmd og unnið var með Teiknistofu Gunnars Hanssonar ásamt Hornsteinum arkitektum. Stýriverktaki er E. Sigurðsson ehf.“ Þá tekur Ámundi fram að loftgæði séu mæld og vöktuð allan sólarhringinn í Vesturlandi, þar sem lekinn varð. Verkfræðistofan Efla sér um þær mælingar og vöktun. „Það var lán í óláni að lekinn varð þegar starfsfólk var á staðnum til að bregðast snarlega við þó að sjálfssögðu hafi raskið á skólastarfi verið mjög bagalegt. Samdægurs var fjarlægt allt byggingarefni sem hafði blotnað og þurrkun komin í gang síðdegis. Þurrkun er enn í gangi og tryggt verður að byggingarefni nái eðlilegu rakastigi áður en farið verður í lokafrágang á því svæði þar sem lekinn varð. Áfram verður svo haldið að vakta svæðið og loftgæði eins og verið hefur frá því skólinn flutti til baka í Fossvoginn síðastliðið haust. Tryggingar eru til stað og Reykjavíkurborg gerir ekki ráð fyrir að verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Það er okkur mikið kappsmál að endurbyggingin á Fossvogsskóla verði farsæl og að börnum og starfsfólki verði búið heilnæmt umhverfi fyrir vinnu og nám. Við erum þakklát fyrir gott samstarf og samtal við foreldrasamfélagið og starfsfólk skóla á framkvæmdatímum.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum varð mikill leki varð í Fossvogsskóla síðastliðinn föstudag. Leysingavatn tók að rigna inn í fjórar stofur á vesturhlið skólans. Þetta leiddi til þess að skólahaldi var aflýst á miðstigi og um 150 börn voru send heim. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Í samtali við Vísi sagði Ámundi lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Unnið að úrbótum í samvinnu við alla aðila Í fyrrnefndu bréfi til foreldra barna og starfsfólks í Fossvogsskóla segir að fumlaus viðbrögð starfsfólks og verktaka á föstudaginn og yfir helgina hafi dregið úr tjóni sem telst sem betur fer óverulegt. „Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir málið með hönnuðum og eftirlitsaðilum og við teljum mikilvægt að deila með ykkur því sem við vitum um hvað gerðist og til hvaða aðgerða verður gripið í framhaldinu. Lekinn á föstudag kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta er upphafleg hönnun á rennum sem setja svip sinn á byggingarnar en í gegnum tíðina hefur verið bætt við yfir- og niðurföllum og hitaþráðum. Ekki var búið að bæta við þessum þáttum þegar rennurnar voru endurnýjaðar nýlega. Við verklok verður framkvæmd lokaúttekt þar sem farið er yfir alla þætti framkvæmdar.“ Þá kemur fram að teymi ráðgjafa og eftirlitsaðila sem standa að framkvæmdum við Fossvogsskóla axli ábyrgð á því að önnur útfærsla og framkvæmd þakkantsins hefði komið í veg fyrir leka við þessar sérstöku veðuraðstæður. „Unnið verður að úrbótum í samvinnu allra aðila til að koma í veg fyrir að tjón af þessu tagi komi fyrir aftur.“ Lán í óláni Þá segir að þegar sú ákvörðun var tekin að ráðast í heildræna endurnýjun á húsnæði Fossvogsskóla hafi verið haft að leiðarljósi að vanda sérlega vel til verka á öllum stigum hönnunar og framkvæmda. „Í öllu ferlinu hefur verið reynt af fremsta megni að tryggja gæði framkvæmda en jafnframt að mæta metnaðarfullum tímaáætlunum um að flytja skólastarfið allt aftur í Fossvogsdalinn síðasta haust. Af hálfu Reykjavíkurborgar er engu til sparað í þessu hvað varðar gæði hönnunar, framkvæmdar eða byggingarefna. Verkfræðistofan Efla hefur haft eftirlit með hönnun og framkvæmd og unnið var með Teiknistofu Gunnars Hanssonar ásamt Hornsteinum arkitektum. Stýriverktaki er E. Sigurðsson ehf.“ Þá tekur Ámundi fram að loftgæði séu mæld og vöktuð allan sólarhringinn í Vesturlandi, þar sem lekinn varð. Verkfræðistofan Efla sér um þær mælingar og vöktun. „Það var lán í óláni að lekinn varð þegar starfsfólk var á staðnum til að bregðast snarlega við þó að sjálfssögðu hafi raskið á skólastarfi verið mjög bagalegt. Samdægurs var fjarlægt allt byggingarefni sem hafði blotnað og þurrkun komin í gang síðdegis. Þurrkun er enn í gangi og tryggt verður að byggingarefni nái eðlilegu rakastigi áður en farið verður í lokafrágang á því svæði þar sem lekinn varð. Áfram verður svo haldið að vakta svæðið og loftgæði eins og verið hefur frá því skólinn flutti til baka í Fossvoginn síðastliðið haust. Tryggingar eru til stað og Reykjavíkurborg gerir ekki ráð fyrir að verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Það er okkur mikið kappsmál að endurbyggingin á Fossvogsskóla verði farsæl og að börnum og starfsfólki verði búið heilnæmt umhverfi fyrir vinnu og nám. Við erum þakklát fyrir gott samstarf og samtal við foreldrasamfélagið og starfsfólk skóla á framkvæmdatímum.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent