Segja Ísland geta gegnt lykilhlutverki í matvælaöryggi í Evrópu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 09:56 Hægt væri að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra kjarnaofna sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla). Getty Ísland gæti séð milljónum Evrópubúa fyrir öruggum, sjálfbærum og staðbundið framleiddum próteingjöfum á næstu áratugum. Á sama tíma væri hægt að draga úr losun yfir 700 milljóna tonnum af kolefnisútblæstri. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu.
Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira