Eins og Vísir greindi frá ákvað Sigrún að yfirgefa Fjölni þar sem að hún deildi ekki sömu sýn á leikinn og þjálfarinn Kristjana Eir Jónsdóttir.
Sigrún er úr Borgarnesi en hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum á sínum unglingsárum og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2006 og 2007, og bikarmeistari 2007.
Sigrúnu vantar aðeins sjö leiki til að bæta met Birnu Valgarðsdóttur yfir flesta leiki í efstu deild og nú er orðið ljóst að metið gæti fallið á þessari leiktíð. Hún hefur leikið 369 deildarleiki á Íslandi, og 57 A-landsleiki.
Haukar eru í 3. sæti Subway-deildarinnar með 26 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Grindavík á sunnudaginn.