Tveir voru stungnir í hnífaárás í matvöruversluninni, sem er á Nørrebrogade, skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld. Eins og fyrr segir var annar mannanna 21 árs en hinn var 23 ára gamall. Sá síðarnefndi er ekki talinn vera alvarlega særður.
Þá var einn stunginn með hníf á Adelgade nærri Gothersgade í borginni fyrr í kvöld. Fórnarlambið særðist ekki alvarlega.
Lögregla telur málin ekki tengjast og ekki er vitað um tildrög árásanna. Enginn hefur verið handtekinn vegna hnífaárásarinnar í matvöruversluninni en lögregla hafði hendur í hári manns sem talinn er tengjast árásinni á Adelgade. Danska ríkisútvarpið greinir frá.