Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. janúar 2023 18:00 Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar