Haltrandi tengdasonur leiddi Höfðingjana í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 09:01 Kansas City Chiefs maðurinn Patrick Mahomes fagnar sigri með dóttur sinni Sterling Skye Mahomes eftir sigurinn á Cincinnati Bengals í nótt. Getty/Kevin C. Cox Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles spila í Super Bowl í NFL deildinni í ár en það var ljóst eftir að liðin unnu úrslitaleiki deildanna í gær og nótt. Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023 NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023
NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira