Haltrandi tengdasonur leiddi Höfðingjana í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 09:01 Kansas City Chiefs maðurinn Patrick Mahomes fagnar sigri með dóttur sinni Sterling Skye Mahomes eftir sigurinn á Cincinnati Bengals í nótt. Getty/Kevin C. Cox Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles spila í Super Bowl í NFL deildinni í ár en það var ljóst eftir að liðin unnu úrslitaleiki deildanna í gær og nótt. Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023 NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira
Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira