„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2023 19:44 Þórdís Kolbrún ásamt þeim Tobiasi Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs og Johönnu Sumuvuori, ráðuneytisstjóra í finnska utanríkisráðuneytinu, í pallborðsumræðunum í dag. Stjórnarráð Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022. Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnaráðs Íslands. Í dag tók Þórdís Kolbrún þátt í pallborðsumræðum ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Finnlands um hnattrænar áskoranir og áhrif þeirra á íbúa norðurslóða. Þar bar hæst annars vegar loftslagsváin og margháttaðar afleiðingar hennar fyrir bæði líf og umhverfi svæðisins og hins vegar áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu á ríkjasamstarf á norðurslóðum. Þórdís Kolbrún undirstrikaði hve skaðleg áhrif innrásin hefði haft á norðurslóðasamvinnu og ekki væri hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mikill samhljómur var í pallborðinu um mikilvægi samstöðu norðurskautsríkjanna sjö sem í kjölfar innrásarinnar gerðu hlé á samstarfi við Rússland á vettangi Norðurskautsráðsins. „Við erum öll sammála um að það þjóni hagsmunum allra til lengri tíma að Norðurskautsráðið verði áfram helsti vettvangur norðurslóðasamvinnu. Hins vegar er ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja og það er alls ekki hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði utanríkisráðherra í umræðunum. Heimsótti fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Í máli sínu minnti Þórdís Kolbrún einnig á mannauð norðurslóða og nauðsyn þess að virkja sköpunarkraft íbúanna til að finna nýjar, grænar lausnir. Fyrr í dag átti Þórdís Kolbrún fund með norrænu kollegunum um borð í norska rannsóknaskipinu Prins Haakan. Þar voru meðal annars til umfjöllunar innganga Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og formennska Íslands í Evrópuráðinu. Þá átti utanríkisráðherra fund með bandarískum embættismönnum þar sem málefni norðurslóða og stríðið í Úkraínu voru helst til umræðu. Ráðherra heimsótti ennfremur fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins og var viðstödd formlega opnun skrifstofu Arctic Mayors Forum, sem eru samtök bæjarfélaga á norðurslóðum, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar var fyrsti formaður samtakanna 2019-2022.
Norðurlandaráð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Loftslagsmál Utanríkismál Evrópusambandið Noregur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Svíþjóð Finnland Rússland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira