Fækka beygjuakreinum og takmarka hraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 18:31 Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina af Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Hér má sjá teikningu af gatnamótunum. Reykjavíkurborg Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Sæbrautarstokkur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Sæbrautarstokkur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira