Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 13:42 Efling ætlar að kæra miðlunartillögu ríkissáttasemjara til héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn. Til stóð að Guðmundur Ingi fundaði með Eflingu sama dag en fundurinn frestaðist vegna útlandaferðar ráðherra. Efling segir nú í tilkynningu að ríkissáttasemjara hafi verið stefnt fyrir héraðsdóm þar sem Efling muni krefjast ógildingar miðlunartillögu hans sem kynnt var 26. janúar síðastliðinn. Efling hafi frá upphafi hafnað lögmæti tillögunnar þar sem hún var kynnt eftir að Efling boðaði til verkfalls. „Við höfum sagt frá byrjun að miðlunartillaga ríkissáttasemjar er lögleysa og markleysa. Embættið hefur misnotað valdheimildir sínar til að taka afstöðu með sjónarmiðum annars aðilans í kjaradeilu og reyni að svipta hinn aðilann, sem í þessu tilviki er tekjulægsta verkafólk landsins, sjálfstæðum samningsrétti sínum. Við eigum heimtingu á að dómstólar fjalli um þetta framferði,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að stefnan veðri lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og óskað verði eftir flýtimeðferð. Þegar eru nokkur kærumál í gangi í þessari deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og deilu Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni héraðsdóms við að fá kjörskrá Eflingar afhenta en sáttasemjari vill leggja miðlunartillögu sína fyrir félagsfólk. Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms en samtökin vilja fá úr um það skorið hvort Eflingarliðar megi leggja niður störf á þriðjudag samkvæmt áætlun á meðan miðlunartillagan hefur ekki verið sett í atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn. Til stóð að Guðmundur Ingi fundaði með Eflingu sama dag en fundurinn frestaðist vegna útlandaferðar ráðherra. Efling segir nú í tilkynningu að ríkissáttasemjara hafi verið stefnt fyrir héraðsdóm þar sem Efling muni krefjast ógildingar miðlunartillögu hans sem kynnt var 26. janúar síðastliðinn. Efling hafi frá upphafi hafnað lögmæti tillögunnar þar sem hún var kynnt eftir að Efling boðaði til verkfalls. „Við höfum sagt frá byrjun að miðlunartillaga ríkissáttasemjar er lögleysa og markleysa. Embættið hefur misnotað valdheimildir sínar til að taka afstöðu með sjónarmiðum annars aðilans í kjaradeilu og reyni að svipta hinn aðilann, sem í þessu tilviki er tekjulægsta verkafólk landsins, sjálfstæðum samningsrétti sínum. Við eigum heimtingu á að dómstólar fjalli um þetta framferði,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að stefnan veðri lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og óskað verði eftir flýtimeðferð. Þegar eru nokkur kærumál í gangi í þessari deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og deilu Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni héraðsdóms við að fá kjörskrá Eflingar afhenta en sáttasemjari vill leggja miðlunartillögu sína fyrir félagsfólk. Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms en samtökin vilja fá úr um það skorið hvort Eflingarliðar megi leggja niður störf á þriðjudag samkvæmt áætlun á meðan miðlunartillagan hefur ekki verið sett í atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24
Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15
Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01