Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Jakob Bjarnar og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. febrúar 2023 14:01 Birgir segir að það hafi staðið til að birta greinargerð Sigurðar, en athugasemdir frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols hafi gefið tilefni til þess að málið sé enn til meðferðar í forsætisnefnd. Sem stangast á við það sem stjórnarandstöðuþingmenn í nefndinni segja; slíkar athugasemdir áttu aldrei að vera slík handbremsa á gagnsæið. vísir/vilhelm Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. Óhætt er að segja að Birgir eigi í vök að verjast í málinu og er aukinn þungi að færast í málið sem meðal annars má rekja til skaðabótamáls Figusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli en það mál var flutt í héraði í síðustu viku. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þá (og nú) fjármálaráðherra stofnaði til og hafði það hlutverk að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Athugasemdir frá Lindarhvoli lokuðu málinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu óskiljanlegt að greinargerðin hafi ekki verið birt fyrir ári síðan þegar fyrir lá samþykkt meirihluta forsætisnefndar þar um. Birgir gæti ekki setið á greinargerðinni, fyrir því stæðu engin rök. Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi sagði í frétt Vísis í morgun undrast það mjög að greinargerð hans hafi ekki enn komið fram. Hann hafi alltaf litið svo á að um opinbert plagg sé að ræða. Helga Vala Helgadóttir var málshefjandi í dagskrárliðnum um störf þingsins. „Nú hefur um nokkurt skeið verið gerð tilraun til þess að fá greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol opinberaða og var tekin endanleg ákvörðun í forsætisnefnd þann 5. apríl 2022 þess efnis að opinbera skyldi þessa greinargerð án takmarkana. Enn þann dag í dag hefur það ekki verið gert og vekur það nokkra furðu. Þá vekur það einnig furðu mína að það sé ekki búið að birta þessa ákvörðun á heimasíðu Alþingis. Hvað veldur því að þessi greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda ekki verið birt?“ Birgir bar því við í svari að eftir að forsætisnefnd gerði grein fyrir því að hún hygðist birta þessa greinargerð hafi komið fram athugasemdir frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols sem gáfu tilefni til þess að málið hefur áfram verið til meðferðar í forsætisnefnd og hún hefur ekki lokið þeirri málsmeðferð. Hvað dvelur Orminn langa? Birgir Ármannsson hefur neitað því að hann sitji á greinargerð Sigurðar, forsætisnefnd eigi einfaldlega eftir að afgreiða málið. Þannig er öll forsætisnefnd í skotlínunni en heimildir Vísis benda til þess að stjórnarliðar í forsætisnefnd meti það svo svo að Birgir ráði þessu einfaldlega. Og ef marka má umræðurnar í þinginu í gær, vilja stjórnarandstæðingar í nefndinni ekki sitja undir því. Og það sem meira er, þeir telja rök Birgis ekki halda. Það kom skýrt fram í umræðunum á þinginu í gær. Forsætisnefnd eins og hún var skipuð 13. desember 2021. Ljóst er að stjórnarandstæðingar í nefndinni hafa engan áhuga á því að vera spyrt saman við leyndina um Lindarhvol.Alþingi Logi Einarsson, varaformaður Samfylkingar, sagði skýringar Birgis varla standast. Honum skiljist að mikill meirihluti forsætisnefndar vilji birta greinargerðina en reglur þingsins séu þannig að forseti – Birgir – hafi einhvers konar neitunarvald. Hann spurði hvort þingheimi þætti það eðlilegt? Helga Vala bætti því við að ákvörðun forsætisnefndar komi úr tóminu. „Það var búið að senda tvö bréf frá forseta Alþingis, 28. apríl og 4. júní 2021 þar sem stjórn Lindarhvols var beðin álits um hvort þetta væri ekki óhætt að birta. Svaraði stjórn Lindarhvols því með bréfum dagsett 22. júní og 11. maí 2021. Apríl 2022 er tekin ákvörðun um það í forsætisnefnd að birta greinargerðina eftir að búið er að tala við Ríkisendurskoðun, fjármálaráðuneyti, Lindarhvol og fleiri. Að vandlega yfirveguðu og yfirlögðu ráði er tekin ákvörðun að greinargerðin skuli birt. Þrátt fyrir það virðist forseti beita neitunarvaldi í dag og neitar að birta greinargerðina.“ Píratarnir segja rök Birgis hriplek Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist hafa verið á þessum fundi forsætisnefndar þar sem tekin var ákvörðun um að birta greinargerðina. „Við vissum að það átti eftir að berast svar en ákvörðunin var tekin á þann hátt að hvað sem svarið væri, hvað sem innihald þessa skjals sem verið var að bíða eftir væri, ætti samt að birta skýrsluna. Það var ákvörðunin sem var tekin í forsætisnefnd af því það var búið að fara í alla þessa hringi tvisvar, þrisvar, ég veit ekki hversu oft. Helga Vala rukkaði Birgi um greinargerðina á þinginu í gær en Birgir gefur sig ekki þó ýmis rök hnígi að því að greinargerðina beri að birta.vísir/vilhelm Það var búið að fá sama svarið aftur og aftur, það var búið að fá sömu rök aftur og aftur og þau stóðust aldrei neina skoðun gegn því að birta þessa skýrslu þá og þegar. Ég kalla á forseta að fylgja því sem þar var samþykkt þrátt fyrir að vitum að í forsætisnefnd er bara eitt atkvæði og það er forseta.“ Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, sem nú á sæti í forsætisnefnd, sagðist ekkert skilja í því hvers vegna ekki væri búið að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Ákvörðunin lægi fyrir eins og fram hafi komið. „Sú ákvörðun var birt hagaðilum, stjórn Lindarhvols og öðrum, og þeim gefinn tveggja vikna tími, ekki til að taka í einhverja handbremsu heldur til að búa sig andlega undir að þetta skjal myndi birtast. Það var ekkert annað sem átti að búa að baki en svo fann forseti einhverja handbremsu og ég hef aldrei skilið nákvæmlega hvaða hagsmunir kalla sérstaklega á að grípa í hana. Andrés Ingi, sem á sæti í forsætisnefnd, segir það fyrirliggjandi af hálfu forsætisnefndar að birta eigi greinargerðina. Athugasemdir Lindarhvols hafi aldrei átt að vera neitt úrslitaatriði í því.vísir/vilhelm Í þessari skýrslu eru upplýsingar sem eiga erindi til almennings. Þetta eru upplýsingar sem varpa ljósi á embættisfærslur hæstvirts fjármálaráðherra mögulega, við vitum það ekki alveg. Ekkert okkar hefur séð þessa útgáfu skýrslunnar. Forseti er búinn að sitja á henni í mörg ár og það eitt ár eftir að öll forsætisnefnd samþykkti að birta skýrsluna.“ Birgir situr við sinn keip En Birgir situr við sinn keip og sagði að í þessu máli hafi komið fram sjónarmið sem rekast á. Ljóst er að hann telur ekki vert að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar yfirtrompi skýrslu Skúla Eggerts Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda þar sem fram kemur að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Hann segir að „annars vegar sé um sé að ræða skjal sem unnið hafi verið að á meðan á málsmeðferð Ríkisendurskoðunar stóð en hafi ekki falið í sér endanlega skýrslu Ríkisendurskoðunar og falli því undir ákvæði um þagnarskyldu. Hins vegar hafa komið fram sjónarmið um að hér sé um að ræða skjal sem eigi fremur heima undir almennum reglum upplýsingalaga og það er um það sem ágreiningur hefur verið í forsætisnefnd.“ Birgir vill halda því til haga að „endanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindarhvols kom út og var afhent þinginu og varð opinber í maí 2020. Var þá send til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem fjallaði talsvert um hana á síðasta kjörtímabili en lauk ekki umfjöllun. Núverandi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur hvenær sem er tekið upp það mál og fjallað um hana eftir þeim aðferðum sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til slíkrar málsmeðferðar.“ Leyndin og Lindarhvoll Þó Birgir tali um greinargerð Sigurðar sem skjal og hún teljist formlega vera greinargerð hefur Sigurður sagt að hann hafi rannsakað málið í tvö ár. Mjög erfiðlega gekk fyrir hann að fá fram upplýsingar sem tafði mjög skýrslugerðina. Honum var svo gert að skila skýrslunni áður en hann náði að fá sum atriði staðfest með fullnægjandi hætti, og því kallast niðurstaða rannsóknar hans greinargerð en ekki skýrsla. Steinar Þór Guðgeirsson kemur að Lindarhvolsmálinu á ýmsum póstum og öllum stigum. Hann sat í stjórn Lindarhvols og er nú verjandi félagsins og ríkisins í máli Frigusar.visir/vilhelm Ýmsum sem Vísir hefur rætt við þykir þessi mikla leynd sem ríkt hefur um málefni Lindarhvols, sem á sér ekki mörg fordæmi, skjóta skökku við, ekki síst þegar horft er til laga sem um félagið eru. En þar er mikilvægi gagnsæis undirstrikað: „Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 og hefur félagið það hlutverk að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. fyrrgreindum lögum um Seðlabanka Íslands. Lindarhvoll ehf. er að fullu í eigu ríkissjóðs og mun við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni,“ segir meðal annars í klásúlu sem finna má á heimasíðu Lindarhvols. Í siðareglum félagsins segir svo: „Við sinnum störfum okkar og samskiptum við viðskiptamenn og aðra hagsmunaaðila þannig að það sé öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.“ Alþingi Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Óhætt er að segja að Birgir eigi í vök að verjast í málinu og er aukinn þungi að færast í málið sem meðal annars má rekja til skaðabótamáls Figusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli en það mál var flutt í héraði í síðustu viku. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þá (og nú) fjármálaráðherra stofnaði til og hafði það hlutverk að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Athugasemdir frá Lindarhvoli lokuðu málinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu óskiljanlegt að greinargerðin hafi ekki verið birt fyrir ári síðan þegar fyrir lá samþykkt meirihluta forsætisnefndar þar um. Birgir gæti ekki setið á greinargerðinni, fyrir því stæðu engin rök. Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi sagði í frétt Vísis í morgun undrast það mjög að greinargerð hans hafi ekki enn komið fram. Hann hafi alltaf litið svo á að um opinbert plagg sé að ræða. Helga Vala Helgadóttir var málshefjandi í dagskrárliðnum um störf þingsins. „Nú hefur um nokkurt skeið verið gerð tilraun til þess að fá greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol opinberaða og var tekin endanleg ákvörðun í forsætisnefnd þann 5. apríl 2022 þess efnis að opinbera skyldi þessa greinargerð án takmarkana. Enn þann dag í dag hefur það ekki verið gert og vekur það nokkra furðu. Þá vekur það einnig furðu mína að það sé ekki búið að birta þessa ákvörðun á heimasíðu Alþingis. Hvað veldur því að þessi greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda ekki verið birt?“ Birgir bar því við í svari að eftir að forsætisnefnd gerði grein fyrir því að hún hygðist birta þessa greinargerð hafi komið fram athugasemdir frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols sem gáfu tilefni til þess að málið hefur áfram verið til meðferðar í forsætisnefnd og hún hefur ekki lokið þeirri málsmeðferð. Hvað dvelur Orminn langa? Birgir Ármannsson hefur neitað því að hann sitji á greinargerð Sigurðar, forsætisnefnd eigi einfaldlega eftir að afgreiða málið. Þannig er öll forsætisnefnd í skotlínunni en heimildir Vísis benda til þess að stjórnarliðar í forsætisnefnd meti það svo svo að Birgir ráði þessu einfaldlega. Og ef marka má umræðurnar í þinginu í gær, vilja stjórnarandstæðingar í nefndinni ekki sitja undir því. Og það sem meira er, þeir telja rök Birgis ekki halda. Það kom skýrt fram í umræðunum á þinginu í gær. Forsætisnefnd eins og hún var skipuð 13. desember 2021. Ljóst er að stjórnarandstæðingar í nefndinni hafa engan áhuga á því að vera spyrt saman við leyndina um Lindarhvol.Alþingi Logi Einarsson, varaformaður Samfylkingar, sagði skýringar Birgis varla standast. Honum skiljist að mikill meirihluti forsætisnefndar vilji birta greinargerðina en reglur þingsins séu þannig að forseti – Birgir – hafi einhvers konar neitunarvald. Hann spurði hvort þingheimi þætti það eðlilegt? Helga Vala bætti því við að ákvörðun forsætisnefndar komi úr tóminu. „Það var búið að senda tvö bréf frá forseta Alþingis, 28. apríl og 4. júní 2021 þar sem stjórn Lindarhvols var beðin álits um hvort þetta væri ekki óhætt að birta. Svaraði stjórn Lindarhvols því með bréfum dagsett 22. júní og 11. maí 2021. Apríl 2022 er tekin ákvörðun um það í forsætisnefnd að birta greinargerðina eftir að búið er að tala við Ríkisendurskoðun, fjármálaráðuneyti, Lindarhvol og fleiri. Að vandlega yfirveguðu og yfirlögðu ráði er tekin ákvörðun að greinargerðin skuli birt. Þrátt fyrir það virðist forseti beita neitunarvaldi í dag og neitar að birta greinargerðina.“ Píratarnir segja rök Birgis hriplek Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist hafa verið á þessum fundi forsætisnefndar þar sem tekin var ákvörðun um að birta greinargerðina. „Við vissum að það átti eftir að berast svar en ákvörðunin var tekin á þann hátt að hvað sem svarið væri, hvað sem innihald þessa skjals sem verið var að bíða eftir væri, ætti samt að birta skýrsluna. Það var ákvörðunin sem var tekin í forsætisnefnd af því það var búið að fara í alla þessa hringi tvisvar, þrisvar, ég veit ekki hversu oft. Helga Vala rukkaði Birgi um greinargerðina á þinginu í gær en Birgir gefur sig ekki þó ýmis rök hnígi að því að greinargerðina beri að birta.vísir/vilhelm Það var búið að fá sama svarið aftur og aftur, það var búið að fá sömu rök aftur og aftur og þau stóðust aldrei neina skoðun gegn því að birta þessa skýrslu þá og þegar. Ég kalla á forseta að fylgja því sem þar var samþykkt þrátt fyrir að vitum að í forsætisnefnd er bara eitt atkvæði og það er forseta.“ Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, sem nú á sæti í forsætisnefnd, sagðist ekkert skilja í því hvers vegna ekki væri búið að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Ákvörðunin lægi fyrir eins og fram hafi komið. „Sú ákvörðun var birt hagaðilum, stjórn Lindarhvols og öðrum, og þeim gefinn tveggja vikna tími, ekki til að taka í einhverja handbremsu heldur til að búa sig andlega undir að þetta skjal myndi birtast. Það var ekkert annað sem átti að búa að baki en svo fann forseti einhverja handbremsu og ég hef aldrei skilið nákvæmlega hvaða hagsmunir kalla sérstaklega á að grípa í hana. Andrés Ingi, sem á sæti í forsætisnefnd, segir það fyrirliggjandi af hálfu forsætisnefndar að birta eigi greinargerðina. Athugasemdir Lindarhvols hafi aldrei átt að vera neitt úrslitaatriði í því.vísir/vilhelm Í þessari skýrslu eru upplýsingar sem eiga erindi til almennings. Þetta eru upplýsingar sem varpa ljósi á embættisfærslur hæstvirts fjármálaráðherra mögulega, við vitum það ekki alveg. Ekkert okkar hefur séð þessa útgáfu skýrslunnar. Forseti er búinn að sitja á henni í mörg ár og það eitt ár eftir að öll forsætisnefnd samþykkti að birta skýrsluna.“ Birgir situr við sinn keip En Birgir situr við sinn keip og sagði að í þessu máli hafi komið fram sjónarmið sem rekast á. Ljóst er að hann telur ekki vert að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar yfirtrompi skýrslu Skúla Eggerts Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda þar sem fram kemur að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum. Hann segir að „annars vegar sé um sé að ræða skjal sem unnið hafi verið að á meðan á málsmeðferð Ríkisendurskoðunar stóð en hafi ekki falið í sér endanlega skýrslu Ríkisendurskoðunar og falli því undir ákvæði um þagnarskyldu. Hins vegar hafa komið fram sjónarmið um að hér sé um að ræða skjal sem eigi fremur heima undir almennum reglum upplýsingalaga og það er um það sem ágreiningur hefur verið í forsætisnefnd.“ Birgir vill halda því til haga að „endanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindarhvols kom út og var afhent þinginu og varð opinber í maí 2020. Var þá send til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem fjallaði talsvert um hana á síðasta kjörtímabili en lauk ekki umfjöllun. Núverandi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur hvenær sem er tekið upp það mál og fjallað um hana eftir þeim aðferðum sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til slíkrar málsmeðferðar.“ Leyndin og Lindarhvoll Þó Birgir tali um greinargerð Sigurðar sem skjal og hún teljist formlega vera greinargerð hefur Sigurður sagt að hann hafi rannsakað málið í tvö ár. Mjög erfiðlega gekk fyrir hann að fá fram upplýsingar sem tafði mjög skýrslugerðina. Honum var svo gert að skila skýrslunni áður en hann náði að fá sum atriði staðfest með fullnægjandi hætti, og því kallast niðurstaða rannsóknar hans greinargerð en ekki skýrsla. Steinar Þór Guðgeirsson kemur að Lindarhvolsmálinu á ýmsum póstum og öllum stigum. Hann sat í stjórn Lindarhvols og er nú verjandi félagsins og ríkisins í máli Frigusar.visir/vilhelm Ýmsum sem Vísir hefur rætt við þykir þessi mikla leynd sem ríkt hefur um málefni Lindarhvols, sem á sér ekki mörg fordæmi, skjóta skökku við, ekki síst þegar horft er til laga sem um félagið eru. En þar er mikilvægi gagnsæis undirstrikað: „Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 og hefur félagið það hlutverk að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. fyrrgreindum lögum um Seðlabanka Íslands. Lindarhvoll ehf. er að fullu í eigu ríkissjóðs og mun við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni,“ segir meðal annars í klásúlu sem finna má á heimasíðu Lindarhvols. Í siðareglum félagsins segir svo: „Við sinnum störfum okkar og samskiptum við viðskiptamenn og aðra hagsmunaaðila þannig að það sé öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.“
Alþingi Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35
Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent