Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 15:51 Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra og leikkonan og Jodie Foster í Smámunasafninu í Sólgarði, síðastliðinn mánudag. Mynd/Alexandra Hedison Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. „Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram. Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram.
Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31
Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00
Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41