Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 2. febrúar 2023 22:54 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum. Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum.
Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35