Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 14:31 Enzo Fernández er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Darren Walsh Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins. Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari. Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari.
Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira