Fyrir leikinn í dag var lið Pesaro í fjórða sæti deildarinnar með tíu sigra í sautján leikjum en liðinu hefur gengið vel að undanförnu og hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Lið Reggio Emilia sat hins vegar í botnsæti deildarinnar og því um skyldusigur að ræða hjá Pesaro.
Heimamenn í Pesaro byrjuðu betur og leidu 24-15 að loknum fyrsta leikhluta. Gestirnir svöruðu þó fyrir sig og minnkuðu muninn í þrjú stig fyrir hlé, staðan í hálfleik 39-36.
Í síðari hálfleik gekk Pesaro illa að slíta gestina almennilega frá sér. Þeir náðu þó níu stiga forskoti undir lok leiksins og létu það ekki af hendi. Lokatölur 85-74 og Pesaro styrkti stöðu sína í fjórða sætinu með sigrinum.
Jón Axel lék í fimmtán mínútur hjá Pesaro í leiknum í kvöld. Hann skoraði fjögur stig og tók eitt frákast.