Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að ástæða bilunarinnar sem olli því að ljósin duttu út sé talin vera heitavatnsleki í nágrenninu, sem hafi valdið skemmdum í stjórnkerfi ljósanna.
„Unnið hefur verið að viðgerðum frá því á laugardag og verður þeim haldið áfram snemma í fyrramálið.
Vegna þessa er lokað fyrir vinstri beygju í allar áttir á gatnamótunum að ósk lögreglu,“ segir í tilkynningunni.