Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna.
Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi.
Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun.
Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu.

Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum.
WARNING: GRAPHIC CONTENT
— Reuters (@Reuters) February 6, 2023
Rescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7
Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta.
WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a
— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.
— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023