Eru Blikar í hættu á að missa af úrslitakeppninni?
„Já, miðað við hvernig þeir voru í kvöld þá eru þeir í hættu,“ var fyrsta svarið en Breiðablik tapaði gegn Keflavík á föstudaginn var.
Besti Bandaríkjamaður sem þið spiluðuð með?
Voru sérfræðingar þáttarins spurðir hver kæmi fyrst upp í hugann.
Hvaða lið falla?
Sérfræðingar þáttarins voru sammála um hvaða lið færu niður: KR og ÍR. Höttur verður svo nálægt því að falla en heldur sæti sínu.
Hver er þjálfari ársins að ykkar mati?
Aftur voru sérfræðingarnir sammála: Finnur Freyr Stefánsson.
Hvaða lið myndi vinna ef bara íslenskir ríkisborgarar myndu spila?
Valur og Tindastóll báru sigur úr bítum hér.