Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 19:55 Halldór Benjamín varð fyrir vonbrigðum í Félagsdómi í dag en ekki Héraðsdómi Reykjavíkur. Stöð 2/Egill Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. Þetta kemur fram í bréfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, til Eflingar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns hennar. Í bréfinu segir að ekki megi skilja dóm Félagsdóms, sem kvað á um að boðuð vinnustöðvun Eflingar væri ekki ólögmæt, á annan veg en að hann taki undir réttmætar kröfur ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár og að um ólögmæta vanrækslu af hálfu Eflingar sé að ræða. Héraðsdómur úrskurðaði í dag að aðfarargerð væri heimil til þess að fá félagatal Eflingar afhent. Sólveig Anna hefur hins vegar tilkynnt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en úrskurður Landsréttar liggur fyrir í málinu, þrátt fyrir að héraðsdómur hafi neitað kröfu Eflingar um að réttaráhrifum úrskurðar hans yrði frestað. Harma afstöðu Eflingar Í bréfinu segir að ætlan Eflingar virðist sú ein að valda aðildarfyrirtækjum SA tjóni, án þess að það sé liður í yfirstandandi kjaraviðræðum eða vinnudeilu, enda bíði miðlunartillaga sáttasemjara atkvæðagreiðslu. Fyrst ef miðlunartillagan verður felld skapist skilyrði fyrir verkföllum sem þrýstingi á viðsemjanda. „Samtök atvinnulífsins harma og mótmæla afstöðu Eflingar og skora á félagið af fresta boðaðri vinnustöðvun þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. SA áskilja aðildarfyrirtækjum samtakanna bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kann að hljótast,“ segir í lok bréfsins. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, til Eflingar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns hennar. Í bréfinu segir að ekki megi skilja dóm Félagsdóms, sem kvað á um að boðuð vinnustöðvun Eflingar væri ekki ólögmæt, á annan veg en að hann taki undir réttmætar kröfur ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár og að um ólögmæta vanrækslu af hálfu Eflingar sé að ræða. Héraðsdómur úrskurðaði í dag að aðfarargerð væri heimil til þess að fá félagatal Eflingar afhent. Sólveig Anna hefur hins vegar tilkynnt að Efling muni ekki afhenda félagatalið fyrr en úrskurður Landsréttar liggur fyrir í málinu, þrátt fyrir að héraðsdómur hafi neitað kröfu Eflingar um að réttaráhrifum úrskurðar hans yrði frestað. Harma afstöðu Eflingar Í bréfinu segir að ætlan Eflingar virðist sú ein að valda aðildarfyrirtækjum SA tjóni, án þess að það sé liður í yfirstandandi kjaraviðræðum eða vinnudeilu, enda bíði miðlunartillaga sáttasemjara atkvæðagreiðslu. Fyrst ef miðlunartillagan verður felld skapist skilyrði fyrir verkföllum sem þrýstingi á viðsemjanda. „Samtök atvinnulífsins harma og mótmæla afstöðu Eflingar og skora á félagið af fresta boðaðri vinnustöðvun þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. SA áskilja aðildarfyrirtækjum samtakanna bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kann að hljótast,“ segir í lok bréfsins. Bréfið má lesa í heild sinni hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. 6. febrúar 2023 18:49