Enginn var hissa á því að sjá Michael Jordan í efstu sætinu hjá Barkley þrátt fyrir ósætti þeirra á milli.
Jordan er í efsta sæti hjá flestum sem upplifðu hann gnæfa yfir NBA-deildina í langan tíma.
Það eru hins vegar næstu sæti sem eru áhugaverð hjá Sir Charles.
Þannig er Oscar Robertson í öðru sæti og þar meðan á undan þeim Wilt Chamberlain og Kareem Abdul-Jabbar.
Robertson var fyrsti og mjög lengi sem náði að vera með þrennu að meðaltali á heilu tímabili en Russell Westbrook hefur síðan náð því fjórum sinnum.
Chamberlain og Abdul-Jabbar voru báðir lengi stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi og Abdul-Jabbar hefur verið það frá árinu 1984.
LeBron James, sem er að verða stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA á allra næstu dögum, nær bara sjöunda sætinu á lista Barkley en fyrir ofan hann eru bæði Bill Russell og Kobe Bryant.
James nær hins vegar að vera fyrir ofan þá Tim Duncan og Hakeem Olajuwon.