Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:22 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Vísir/Arnar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. „Ég kallaði samninganefnd EFlingar og samninganefnd SA á fund til að ræða um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna,“ sagði Aðalsteinn Leifsson að loknum fundi í Karphúsniu. Hann geri ráð fyrir því að eiga orðastað með Eflingu síðar í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hafnað því að formlegt fundarboð hafi borist frá embættinu, í færslu sem birtist á Facebook. Hún skrifar að Efling hafi farið eftir lögum í einu og öllu og spyr sig hvort ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að magna upp stemningu fyrir því að senda lögreglu á skrifstofu Eflingar til að sækja kjörskrána. Eru það vonbrigði að Efling ætli ekki að afhenda kjörskrá sína? „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau hlíti ekki mjög skýrum úrskurði Héraðsdóms sem tekur það fram að miðlunartillagan er löglega fram sett og Eflingu ber skylda að leyfa félagsfólki sínu að greiða um hana atkvæði,“ segir Aðalsteinn. „Það er skylda okkar að fylgja eftir lögum og rétti í landinu þannig að sjálfsögðu munum við gera það. Ég vona enn og trúi að við fáum kjörskrá Eflingar í hendurnar svo félagsfólk fái að taka afstöðu til miðilunartillögunnar.“ Fólki beri að mæta á boðaða fundi Í bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi ríkissáttasemjara í gær sagðist hún ekki hafa tíma til að mæta til fundarins vegna anna við undirbúning verkfallsaðgerða. Samninganefndirnar hafa verið boðaðar til samningafundar klukkan 15:30 í dag. Aðalsteinn segir að við verðum að bíða og sjá til hvort Eflingarliðar mæti. „Það er líka þannig að þegar ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar þá ber fólki skylda að mæta á þann fund. Ég treysti því að fólk geri það,“ segir Aðalsteinn. „Það eru vonbrigði að þess deila, sem ég held að allir sjái að er í gríðarlega hörðum hnút, skuli vera á þessum stað. Á sama tíma eru það líka vonbrigði að þegar ég gríp til þess eina tækis sem ég hef og skylda mín er að grípa til, það er að segja að leggja fram miðlunartillögu, að það sé komið í veg fyrir að hún fái að fara í kosningu félagsmanna.“ Hefja verkföll á hádegi Verkfallsaðgerðir hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hefjast klukkan 12 á hádegi í dag. Aðgerðirnar eru ótímabundnar og munu um 300 félagsmenn leggja niður störf. Klukkan 18 í kvöld lýkur atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um boðaðar verkfallsaðgerðir. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast verkföll hjá þeim tæplega 600 félagsmönnum klukkan 12 á hádegi næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Ég kallaði samninganefnd EFlingar og samninganefnd SA á fund til að ræða um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna,“ sagði Aðalsteinn Leifsson að loknum fundi í Karphúsniu. Hann geri ráð fyrir því að eiga orðastað með Eflingu síðar í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hafnað því að formlegt fundarboð hafi borist frá embættinu, í færslu sem birtist á Facebook. Hún skrifar að Efling hafi farið eftir lögum í einu og öllu og spyr sig hvort ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að magna upp stemningu fyrir því að senda lögreglu á skrifstofu Eflingar til að sækja kjörskrána. Eru það vonbrigði að Efling ætli ekki að afhenda kjörskrá sína? „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau hlíti ekki mjög skýrum úrskurði Héraðsdóms sem tekur það fram að miðlunartillagan er löglega fram sett og Eflingu ber skylda að leyfa félagsfólki sínu að greiða um hana atkvæði,“ segir Aðalsteinn. „Það er skylda okkar að fylgja eftir lögum og rétti í landinu þannig að sjálfsögðu munum við gera það. Ég vona enn og trúi að við fáum kjörskrá Eflingar í hendurnar svo félagsfólk fái að taka afstöðu til miðilunartillögunnar.“ Fólki beri að mæta á boðaða fundi Í bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi ríkissáttasemjara í gær sagðist hún ekki hafa tíma til að mæta til fundarins vegna anna við undirbúning verkfallsaðgerða. Samninganefndirnar hafa verið boðaðar til samningafundar klukkan 15:30 í dag. Aðalsteinn segir að við verðum að bíða og sjá til hvort Eflingarliðar mæti. „Það er líka þannig að þegar ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar þá ber fólki skylda að mæta á þann fund. Ég treysti því að fólk geri það,“ segir Aðalsteinn. „Það eru vonbrigði að þess deila, sem ég held að allir sjái að er í gríðarlega hörðum hnút, skuli vera á þessum stað. Á sama tíma eru það líka vonbrigði að þegar ég gríp til þess eina tækis sem ég hef og skylda mín er að grípa til, það er að segja að leggja fram miðlunartillögu, að það sé komið í veg fyrir að hún fái að fara í kosningu félagsmanna.“ Hefja verkföll á hádegi Verkfallsaðgerðir hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hefjast klukkan 12 á hádegi í dag. Aðgerðirnar eru ótímabundnar og munu um 300 félagsmenn leggja niður störf. Klukkan 18 í kvöld lýkur atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um boðaðar verkfallsaðgerðir. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast verkföll hjá þeim tæplega 600 félagsmönnum klukkan 12 á hádegi næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43