Átta ára fangelsi fyrir skotárás með þrívíddarprentaðri byssu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 21:49 Frá vettvangi árásarinnar aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar. Aðsend Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, var í nóvember á síðasta ári dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa ætlað sér að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti. Saksóknari krafðist tíu ára dóms. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi. Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi.
Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira