„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 06:48 Maður heldur á líkamsleifum barns sem lést í skjálftanum. AP/Ghaith Alsayed Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar. Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar.
Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira