Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 18:22 Halldór Benjamín Þorbergsson segir blað brotið í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins með slíkum samningi ríkssáttasemjara og Eflingar. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46