Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 19:00 Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. Erdogan, forseti Tyrklands heimsótti í dag borgina Kahramanmaras þar sem eyðilegging er mikil. Þar ræddi hann við íbúa og hét uppbyggingu á þeim svæðum sem fóru illa út úr skjálftanum. Íbúar leita sjálfir Íbúar landsins hafa verið afar gagnrýnir á sein viðbrögð björgunarliða og segja þeir að stjórnvöld hafi undanfarið ekki gert nóg til að undirbúa slíkar hamfarir. Vitni sögðu í viðtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila um tólf tíma að koma til Ganziantep og íbúar hafi því sjálfir tekið upp á því að leita í rústum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.AP Forsetinn hefur hafnað ásökunum um sein viðbrögð. Þrír mánuðir eru í næstu forsetakosningar sem taldar eru verða erfiðar fyrir Erdogan. Segir að fólk muni deyja úr kulda Heildarfjöldi látinna í löndunum tveimur er komin yfir ellefu þúsund og búist við að hún muni hækka. Tyrkir kalla eftir aukinni aðstoð. „Við höfum ekkert vatn, engan mat. Við höfum ekkert. Ég vil hjálp og ekkert annað. Ég kæri mig ekki um skýli svo lengi sem börnin mín eru örugg,“ sagði Ceylan Akarca, fimm barna móðir í Tyrklandi. Mjög kalt sé í veðri og aðstæður ómannúðlegar. „Hér eru lítil börn. Ef fólk hefur ekki dáið undir rústunum mun það deyja úr kulda,“ sagði Derya Tokgoz, faðir í Tyrklandi. Rústir í Kahramanmaras.Ahmet Akpolat/DIA/AP Í Sýrlandi hefur líkum verið vafið inn í teppi og komið fyrir í nokkurs konar bráðabirgða líkhúsi. Ahmad Idris gerir hér á líkum ættingja sinna en hann missti eiginkonu sína, dóttur, barnabörn og tuttugu og einni ættingja til viðbótar. „Elskan mín Dima, mín ástkæra Dima,“ sagði Ahmad Idris, íbúi í Sýrlandi. Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. „Móðir hennar fæddi hana undir rústunum og öll fjölskylda hennar fórst. Það var nágranni sem kom með hana til okkar,“ segir Hani Maarouf, læknir. Stúlkan litla er mikið marin og bólgin á baki, eyrum og andliti auk áverka á rifbeinum. Læknirinn segir líklegt að eitthvað þungt hafi fallið á hana. Hópur Landsbjargar er nú kominn á hamfarasvæðið í Haity héraðinu í Tyrklandi og vinnur nú að því að setja upp tjöld og búnað sen notaður verður við svæðisstjórn. Ekkert rafmagn er á svæðinu og mikill skortur á bensíni og díselolíu. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04 Tyrkneskur markvörður fannst látinn eftir skjálftann Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan fannst látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðinn mánudag. 8. febrúar 2023 07:01 „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Erdogan, forseti Tyrklands heimsótti í dag borgina Kahramanmaras þar sem eyðilegging er mikil. Þar ræddi hann við íbúa og hét uppbyggingu á þeim svæðum sem fóru illa út úr skjálftanum. Íbúar leita sjálfir Íbúar landsins hafa verið afar gagnrýnir á sein viðbrögð björgunarliða og segja þeir að stjórnvöld hafi undanfarið ekki gert nóg til að undirbúa slíkar hamfarir. Vitni sögðu í viðtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila um tólf tíma að koma til Ganziantep og íbúar hafi því sjálfir tekið upp á því að leita í rústum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.AP Forsetinn hefur hafnað ásökunum um sein viðbrögð. Þrír mánuðir eru í næstu forsetakosningar sem taldar eru verða erfiðar fyrir Erdogan. Segir að fólk muni deyja úr kulda Heildarfjöldi látinna í löndunum tveimur er komin yfir ellefu þúsund og búist við að hún muni hækka. Tyrkir kalla eftir aukinni aðstoð. „Við höfum ekkert vatn, engan mat. Við höfum ekkert. Ég vil hjálp og ekkert annað. Ég kæri mig ekki um skýli svo lengi sem börnin mín eru örugg,“ sagði Ceylan Akarca, fimm barna móðir í Tyrklandi. Mjög kalt sé í veðri og aðstæður ómannúðlegar. „Hér eru lítil börn. Ef fólk hefur ekki dáið undir rústunum mun það deyja úr kulda,“ sagði Derya Tokgoz, faðir í Tyrklandi. Rústir í Kahramanmaras.Ahmet Akpolat/DIA/AP Í Sýrlandi hefur líkum verið vafið inn í teppi og komið fyrir í nokkurs konar bráðabirgða líkhúsi. Ahmad Idris gerir hér á líkum ættingja sinna en hann missti eiginkonu sína, dóttur, barnabörn og tuttugu og einni ættingja til viðbótar. „Elskan mín Dima, mín ástkæra Dima,“ sagði Ahmad Idris, íbúi í Sýrlandi. Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. „Móðir hennar fæddi hana undir rústunum og öll fjölskylda hennar fórst. Það var nágranni sem kom með hana til okkar,“ segir Hani Maarouf, læknir. Stúlkan litla er mikið marin og bólgin á baki, eyrum og andliti auk áverka á rifbeinum. Læknirinn segir líklegt að eitthvað þungt hafi fallið á hana. Hópur Landsbjargar er nú kominn á hamfarasvæðið í Haity héraðinu í Tyrklandi og vinnur nú að því að setja upp tjöld og búnað sen notaður verður við svæðisstjórn. Ekkert rafmagn er á svæðinu og mikill skortur á bensíni og díselolíu.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04 Tyrkneskur markvörður fannst látinn eftir skjálftann Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan fannst látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðinn mánudag. 8. febrúar 2023 07:01 „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59
Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04
Tyrkneskur markvörður fannst látinn eftir skjálftann Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan fannst látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Tyrkland og Sýrland síðastliðinn mánudag. 8. febrúar 2023 07:01
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent