Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2023 07:32 Kevin Durant vildi losna frá Brooklyn Nets og mun leika með Phoenix SUns. Getty Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla. NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla.
NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira