Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:38 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaforseti utanríkismálanefndar segir að nefndin hafi ekki rætt mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns sérstaklega. Vísir Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. „Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
„Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21