Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 13:44 Hugmynd að útliti kvikmyndaversins. REC Studio Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, greinir frá þessu á Facebook og vísar í umfjöllun bæjarráðs Hafnarfjarðar um málið í morgun. Segir Rósa að undanfarið hafi REC Studio ehf. undirbúið uppbyggingu kvikmyndavers hér á landi, auk aðstöðu fyrir tengda þjónustu. Fyrirtækið hafi valið Hafnarfjörð undir staðsetningu kvikmyndaversins. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga. Hér geta orðið til hundruð góðra starfa, ýmis afleidd áhrif á fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu, aukin athygli og viðskipti í Hafnarfirði, skrifar Rósa. Telja mikla eftirspurn eftir kvikmyndaverum Í kynningu fyrirtækisins, sem fylgir fundargerð bæjarráðs þar sem Halldór Þorkelsson og Þröstur Sigurðsson hjá Arcur-ráðgjöf kynntu verkefnið, er vísað í að aukinn grundvöllur sé fyrir rekstri kvikmyndavers hér á landi eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkað úr 25 prósent í 35 prósent. Um umfangsmiklar hugmyndir er að ræða.REC Studio Er þar einnig vísað í að fjölgun streymisveitna á heimsvísu og auknar vinsældir þeirra hafi gert það að verkum að fjárfestingar í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hafi aukist verulega á síðustu árum. Mikil eftirspurn sé eftir plássi í myndverum, þá sérstaklega í þau sem séu nýlega byggð. Skortur sé á sérhæfðum, vel útbúnum myndverum og dæmi séu um að framleiðslufyrirtæki taki slík myndver á langtímaleigu. Sjá má á myndum sem fylgja kynningunni að hugmyndir að kvikmyndaverinu eru umfangsmiklar. Bent er á að staðsetningin við Helluhraun sé hentug, stutt sé á Keflavíkurflugvöll og mikil nálægð við fjölda hótela. Þá sé rýmið á svæðinu gott enda þurfi að gera ráð fyrir að þörf sé á því fyrir ýmiskonar búnað hverju sinni. Reiknað er með að framkvæmdirnar yrðu áfangaskiptarREC Studio Þá segist REC Studios búið að tryggja sér samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur.
Hafnarfjörður Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira