Flugtak inni í háskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag. Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“ Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Framadagar fóru fram í Háskóla Reykjavíkur í dag en markmið þeirra er að tengja saman háskóla við atvinnulífið í einum viðburði. Fjölmörg fyrirtæki kynntu sína starfsemi í skólanum í dag - þeirra á meðal Icelandair sem leyfði gestum að prufa sýndarveruleikagleraugu sem verða framvegis notuð í þjálfun flugmanna. „Þetta er verkleg þjálfun sem fer með okkur yfir alls konar atriði og getur sett okkur inn í ýmsar aðstæður,“ segir Jenný María Unnarsdóttir, flugmaður hjá Icelandair. Allt með það að markmiði að auka flugöryggi. Gleraugun eru mjög nákvæm en með hjálp þeirra kemst maður inn í flugstjórnarklefann með alla þá takka sem þar eru fyrir augum. Með hjálp gleraugnanna geta flugmenn æft sig í flugtaki, lendingu og öllu þar á milli. „Það er líka hægt að tengja tvö gleraugu saman þannig að flugstjóri og flugmaður geta unnið saman í þessu. Svo getur þjálfarinn fylgst með á skjánum hvað fer fram. Þetta er rosalega raunverulegt, það er hægt að skoða hvert fólk horfir, hvaða köll fara fram og hitt og þetta.“ Jenný aðstoðar fréttamann sem hefur, líklegast sem betur fer, aldrei sest í flugmannssætið.sigurjón ólason Og þá er ekkert að vanbúnaði nema að prufa. Fréttamaður ýtir á nokkra takka, fær leyfi til flugtaks og tekur á loft - líklegast að flytja alla þessa sólarþyrstu Íslendinga til Tenerife. Er þetta bylting? „Já ég myndi segja það.“
Icelandair Fréttir af flugi Tækni Skóla - og menntamál Samgöngur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira