„Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 22:00 Samsett mynd. Sólveig Þorvaldsdóttir teymisstjóri íslenska hópsins/ Björgunaraðgerðir, mynd AP. Óttast er að fjöldi manns sem lifðu af mannskæða jarðskjálftann sem reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag muni láta lífið vegna hörmulegra aðstæðna. Um tuttugu þúsund dauðsföll eru nú staðfest. Teymisstjóri íslenska hópsins sem vinnur að björgunarstörfum í Tyrklandi segir að lifandi fólk sé enn að finnast í rústunum en vonin fari dvínandi með hverjum deginum. Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn, 7,8 að stærð, reið yfir. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum. Fjöldi fólks er nú á vergangi eftir að hafa misst heimili sín og án skjóls, vatns og rafmagns eru miklar líkur á að margir muni láta lífið næstu daga. Heyrðu í fólki í rústunum Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir íslenska hópnum en hún segir verkefni dagsins hafa falist í að samhæfa tengslin við aðrar sveitir, skipuleggja flutning auk vinnu við hugbúnað sem safnar upplýsingum til að forgangsraða verkefnum. Hún segir þó ekki hafa verið þörf á að forgangsraða neinu í dag. Íslenski hópurinn í TyrklandiLandsbjörg „Það er svo mikið af fólki sem þurfti að bjarga að þegar sveitirnar voru að fara á milli húsa í götu þá bara heyrðu þau í fólki. Þannig það þurfti ekkert að forgangsraða. Þau fóru bara í næsta hús og næsta hús.“ Enn finnst lifandi fólk Alþjóðlegu björgunarsveitinni sem Íslendingarnir eru partur af tókst að bjarga tuttugu og fjórum lifandi úr rústum húsa í gær og hafa bjargað nokkrum til viðbótar í dag. „Ein sveit fann til dæmis fimm lifandi í dag,“ segir Sólveig. „Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki. Auðvitað dvínar þetta með hverjum degi. En það er ennþá þannig að það er verið að finna lifandi fólk.“ En þrátt fyrir að enn finnist fólk á lífi er því miður mun algengara að lík finnist í rústunum. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við mann sem hafði unnið að því í þrjá daga að grafa lík frænku sinnar úr rústum heimilis síns. „Við náðum henni úr rústunum, undan steinunum. Öll byggingin hrundi. Sjúkrabílinn og björgunaraðilar komu seinna og náðu henni. Við höfðum unnið í þrjá daga að því að ná henni út,“ sagði maðurinn, Khaled Qazqouz. Í fréttinni má einnig sjá ótrúlegt augnablik þegar tveggja ára dreng var bjargað úr rústum eftir að hann hafði verið innlyksa þar í þrjá daga. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57 Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15 Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn, 7,8 að stærð, reið yfir. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum. Fjöldi fólks er nú á vergangi eftir að hafa misst heimili sín og án skjóls, vatns og rafmagns eru miklar líkur á að margir muni láta lífið næstu daga. Heyrðu í fólki í rústunum Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Sólveig Þorvaldsdóttir fer fyrir íslenska hópnum en hún segir verkefni dagsins hafa falist í að samhæfa tengslin við aðrar sveitir, skipuleggja flutning auk vinnu við hugbúnað sem safnar upplýsingum til að forgangsraða verkefnum. Hún segir þó ekki hafa verið þörf á að forgangsraða neinu í dag. Íslenski hópurinn í TyrklandiLandsbjörg „Það er svo mikið af fólki sem þurfti að bjarga að þegar sveitirnar voru að fara á milli húsa í götu þá bara heyrðu þau í fólki. Þannig það þurfti ekkert að forgangsraða. Þau fóru bara í næsta hús og næsta hús.“ Enn finnst lifandi fólk Alþjóðlegu björgunarsveitinni sem Íslendingarnir eru partur af tókst að bjarga tuttugu og fjórum lifandi úr rústum húsa í gær og hafa bjargað nokkrum til viðbótar í dag. „Ein sveit fann til dæmis fimm lifandi í dag,“ segir Sólveig. „Það er ennþá verið að finna fullt af lifandi fólki. Auðvitað dvínar þetta með hverjum degi. En það er ennþá þannig að það er verið að finna lifandi fólk.“ En þrátt fyrir að enn finnist fólk á lífi er því miður mun algengara að lík finnist í rústunum. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við mann sem hafði unnið að því í þrjá daga að grafa lík frænku sinnar úr rústum heimilis síns. „Við náðum henni úr rústunum, undan steinunum. Öll byggingin hrundi. Sjúkrabílinn og björgunaraðilar komu seinna og náðu henni. Við höfðum unnið í þrjá daga að því að ná henni út,“ sagði maðurinn, Khaled Qazqouz. Í fréttinni má einnig sjá ótrúlegt augnablik þegar tveggja ára dreng var bjargað úr rústum eftir að hann hafði verið innlyksa þar í þrjá daga.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57 Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15 Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. 9. febrúar 2023 10:57
Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. 9. febrúar 2023 07:15
Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00
Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59