„Þessi tilraun mistókst“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 08:01 James Harden, Kevin Durant og Kyrie Irving sköpuðu ekki alveg þær góðu minningar sem vonast var til hjá Brooklyn Nets og eru nú allir farnir. AP Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni. Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“ NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“
NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira