Málið sé bænum ekki til framdráttar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, segir málið bænum ekki til framdráttar. grafík/vísir Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“ Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“
Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59