Vinur minn Róbert Guðfinnsson Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2023 12:00 Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30 Mest lesið Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur.
Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun