Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 12:27 Margrét Friðriksdóttir segir dómara ekki taka mark á vitnum og falsa vitnisburði sem hafi komið skýrt fram í dómnum. Vísir Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021. Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03