Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 12:01 Hríseyingar komu saman í hádeginu og fengu sér mjólkurgraut og slátur í boði ferðafélags eyjunnar. Hér skammtar Þröstur Johan Jörundi graut og Ómar bíður þolinmóður á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið
Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira