Páll Pampichler Pálsson er látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. febrúar 2023 19:04 Páll Pampichler Pálsson. Fréttablaðið/Golli Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til tilkynningar frá fjölskyldu Páls. Páll Pampichler fæddist árið 1928 í borginni Graz. Hann var árið 1949 ráðinn sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni. Hann starfaði sem stjórnandi sveitarinnar til ársins 1973 eða samfleytt í 24 ár. Páll tók þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var trompetleikari í sveitinni til 1959 en fór þá til framhaldsnáms í Hamborg í Þýskalandi, þar lærði hann m.a. hljómsveitastjórnun eftir að hafa stýrt sveitinni í fyrsta skipti árið 1956. Hann varð fastráðinn stjórnandi hennar í yfir tuttugu ár, um tíma hafði enginn stjórnað sveitinni jafn oft og Páll. Samhliða stjórnun Lúðrasveitar Reykjavíkur og starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sinnti Páll tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann stjórnaði ennfremur Karlakór Reykjavíkur í ríflega aldarfjórðung. Páll stýrði einnig og hélt utan um tónlist á sýningum og tónleikum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni, þeirra á meðal mætti nefna La traviata, Galdra-Loft, Kátu ekkjuna og Sígaunabaróninn. Páll var ennfremur einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Þá hefur Páll hlotið ýmsar viðurkenninar fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar, hann hlaut t.d. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en hann hefur einnig þrívegis verið heiðraður í heimalandi sínu Austurríki af stjórnvöldum þar í landi, fyrir kynningu á austurrískri menningu. Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Austurríki Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til tilkynningar frá fjölskyldu Páls. Páll Pampichler fæddist árið 1928 í borginni Graz. Hann var árið 1949 ráðinn sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni. Hann starfaði sem stjórnandi sveitarinnar til ársins 1973 eða samfleytt í 24 ár. Páll tók þátt í stofnun og uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var trompetleikari í sveitinni til 1959 en fór þá til framhaldsnáms í Hamborg í Þýskalandi, þar lærði hann m.a. hljómsveitastjórnun eftir að hafa stýrt sveitinni í fyrsta skipti árið 1956. Hann varð fastráðinn stjórnandi hennar í yfir tuttugu ár, um tíma hafði enginn stjórnað sveitinni jafn oft og Páll. Samhliða stjórnun Lúðrasveitar Reykjavíkur og starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sinnti Páll tónlistarkennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann stjórnaði ennfremur Karlakór Reykjavíkur í ríflega aldarfjórðung. Páll stýrði einnig og hélt utan um tónlist á sýningum og tónleikum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni, þeirra á meðal mætti nefna La traviata, Galdra-Loft, Kátu ekkjuna og Sígaunabaróninn. Páll var ennfremur einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Þá hefur Páll hlotið ýmsar viðurkenninar fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar, hann hlaut t.d. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en hann hefur einnig þrívegis verið heiðraður í heimalandi sínu Austurríki af stjórnvöldum þar í landi, fyrir kynningu á austurrískri menningu.
Andlát Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Austurríki Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira