Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2023 21:39 Hilmar og Gunnhildur Þórunn við málverkið af Lionel Messi, sem Hilmar fékk í 9 ára afmælisgjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira