Þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sjálf frá í fréttapósti þar sem greint er frá því fréttnæmasta sem lögregla hefur fengist við í dag.
Auk dansandi mannsins kemur fram að þremur hafi verið vísað út úr húsi á Hverfisgötu sem hafði þar tekið sér húsaskjól án leyfis.
Þá var maður handtekinn við innbrot í Jórufelli. „Þarna var aðili gómaður við brjóta rúðu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn hafi í skýrslutöku sagst ekki muna eftir atvikinu.
Þá segir að töluvert hafi verið um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.