Landbúnaðarstefna og búvörusamningar Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2023 12:00 Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast. Nú eins og oft áður þegar líða fer að þann tíma þegar á að ræða um samninga við bændur um framleiðslu á matvöru fyrir landsmenn og gesti okkar fara hagsmunaaðilar „frelsis og réttlætis“ verslunarinnar að láta heyra í sér á þá leið að samningar eins og eru við bændur séu engöngu til þess að binda bændur í klafa tiltekinnar framleiðslu og hækka verð til neytenda og virðist það vera tónn sem er látinn í ljós í punktum um styrkjakerfi í þingsályktunni. Íslenska ríkið semur við bændur um framleiðslu ýmissa vara fyrir rúma 17 milljarða á hverju ári auk tollverndar. Fyrir það framleiða bændur nær allar mjólkurvörur (150 milljón lítra) og lambakjöt ( 9400 tonn) sem þjóðin neytir, 75% af því svínakjöti (6400 tonn) og alifuglakjöti (9400 tonn) sem við neytum og 85% af nautakjöti (5000 tonn). Framleiðsla á grænmeti er svo breytileg og eru mikil sóknarfæri þar eins og í akuryrkju og öðrum minni búgreinum. Fyrir þessa fjárhæð sem hefur rýrnað um 6,5% miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu frá því núverandi samningur tók gildi fær landinn tugþúsundir tonna af mat sem að öðrum kosti yrði varla framleiddur í þessu magni. Hvernig náum við fram öflugri landbúnaði sem hefur burði til að auka framleiðslu bæði í magni og fjölbreytni? Landbúnaðurinn þarf aukinn stuðning hvort sem það er í formi framlaga frá ríkinu eða í formi tollverndar. Ef horft er til þessarar hefðbundnu framleiðslu sem við tölum um dagsdaglega, sem er nautgriparækt (mjólk og kjöt) og sauðfjárrækt, þá er óhætt að halda því fram að þær séu kjölfestan í landbúnaðarkerfinu eins og það er í dag. Allt tal um að breyta kerfinu og færa greiðslur frá þessum greinum og setja á aðrar greiðslur til bænda sem eru ekki tengdar framleiðslu eru eingöngu til þess að veikja stoðir þessara greina og um leið burðarvirki landbúnaðarkerfisins. Þar hafa sumir ráðamenn og „frelsarar“ talað mikið um óframleiðslutengdan stuðning eða „grænar greiðslur“ eins og landgreiðslur, býlisstuðning, gripagreiðslur, jarðræktarstuðning og loftslagsgreiðslur. Þessar greiðslur tryggja með engu móti að þeir fjármunir sem ríkið setur til málafloksins séu notaðir til framleiðslu matvæla og allra síst á hagkvæman og skilvirkan hátt. Það er hægt að nota þessa tegund af stuðningi til að styðja við ýmsa aðra framleiðslu og til að styðja við svæði sem eiga undir högg að sækja. Í ríkisstjórnarsáttmálanum var talað um eflingu kornræktar og það hefur verið einn af þeim frösum sem hefur verið haldið á lofti í mörg ár – en ekkert gerst, ekki frekar en þegar kyrjað er um eflingu landbúnaðarins. Það verður ekki neitt til úr neinu. Við eflum ekki íslenskan landbúnað með því að draga úr stuðningi við eina grein til að efla aðra. Við þurfum að auka útgjöld til landbúnaðarmála og þar þarf að stórauka útgjöld til garðyrku og kornræktar, nýliðunar og fjárfestingar. Eins og matvælaráðherra talaði um nýlega eru bændur orðnir of gamlir og augljós þörf á meiri endurnýjun í greininni. En af hverju ætti einhver ungur einstaklingur að fjárfesta í landbúnaði eins og staðan er í dag? Vextir eru í kringum 10% af jarðalánum og stefna eða miklufrekar stefnuleysi ríkissins í landbúnaðarmálum er verulega óljós og breytileg eftir því hver situr í brúnni hvert sinn. Við verðum að fá raunverulegan kost fyrir bændur til að fjármagna sig á lágum vöxtum til langs tíma. Jarðir og bú ættu ekki að bera hærri vexti og hafa sömu lánakjör og íbúðarhús á almennum markaði. Við sem þjóð þurfum líka að ákveða góða landbúnaðarstefnu til 20−30 ára sem leggur stóru línurnar um hvernig við ætlum að tryggja framleiðslu matvara hér á landi, og samtímis að tryggja starfsöryggi bænda til lengri tíma. Ég hvet matvælaráðherra og aðra þá sem vinna að því að endurskoða búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu að horfa til þess sem hefur gefist vel ekki síður en að horfa til framtíðar til að við sem þjóð getum búið við öflugan landbúnað til ókominna ára. Höfundur er kúabóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermann Ingi Gunnarsson Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast. Nú eins og oft áður þegar líða fer að þann tíma þegar á að ræða um samninga við bændur um framleiðslu á matvöru fyrir landsmenn og gesti okkar fara hagsmunaaðilar „frelsis og réttlætis“ verslunarinnar að láta heyra í sér á þá leið að samningar eins og eru við bændur séu engöngu til þess að binda bændur í klafa tiltekinnar framleiðslu og hækka verð til neytenda og virðist það vera tónn sem er látinn í ljós í punktum um styrkjakerfi í þingsályktunni. Íslenska ríkið semur við bændur um framleiðslu ýmissa vara fyrir rúma 17 milljarða á hverju ári auk tollverndar. Fyrir það framleiða bændur nær allar mjólkurvörur (150 milljón lítra) og lambakjöt ( 9400 tonn) sem þjóðin neytir, 75% af því svínakjöti (6400 tonn) og alifuglakjöti (9400 tonn) sem við neytum og 85% af nautakjöti (5000 tonn). Framleiðsla á grænmeti er svo breytileg og eru mikil sóknarfæri þar eins og í akuryrkju og öðrum minni búgreinum. Fyrir þessa fjárhæð sem hefur rýrnað um 6,5% miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu frá því núverandi samningur tók gildi fær landinn tugþúsundir tonna af mat sem að öðrum kosti yrði varla framleiddur í þessu magni. Hvernig náum við fram öflugri landbúnaði sem hefur burði til að auka framleiðslu bæði í magni og fjölbreytni? Landbúnaðurinn þarf aukinn stuðning hvort sem það er í formi framlaga frá ríkinu eða í formi tollverndar. Ef horft er til þessarar hefðbundnu framleiðslu sem við tölum um dagsdaglega, sem er nautgriparækt (mjólk og kjöt) og sauðfjárrækt, þá er óhætt að halda því fram að þær séu kjölfestan í landbúnaðarkerfinu eins og það er í dag. Allt tal um að breyta kerfinu og færa greiðslur frá þessum greinum og setja á aðrar greiðslur til bænda sem eru ekki tengdar framleiðslu eru eingöngu til þess að veikja stoðir þessara greina og um leið burðarvirki landbúnaðarkerfisins. Þar hafa sumir ráðamenn og „frelsarar“ talað mikið um óframleiðslutengdan stuðning eða „grænar greiðslur“ eins og landgreiðslur, býlisstuðning, gripagreiðslur, jarðræktarstuðning og loftslagsgreiðslur. Þessar greiðslur tryggja með engu móti að þeir fjármunir sem ríkið setur til málafloksins séu notaðir til framleiðslu matvæla og allra síst á hagkvæman og skilvirkan hátt. Það er hægt að nota þessa tegund af stuðningi til að styðja við ýmsa aðra framleiðslu og til að styðja við svæði sem eiga undir högg að sækja. Í ríkisstjórnarsáttmálanum var talað um eflingu kornræktar og það hefur verið einn af þeim frösum sem hefur verið haldið á lofti í mörg ár – en ekkert gerst, ekki frekar en þegar kyrjað er um eflingu landbúnaðarins. Það verður ekki neitt til úr neinu. Við eflum ekki íslenskan landbúnað með því að draga úr stuðningi við eina grein til að efla aðra. Við þurfum að auka útgjöld til landbúnaðarmála og þar þarf að stórauka útgjöld til garðyrku og kornræktar, nýliðunar og fjárfestingar. Eins og matvælaráðherra talaði um nýlega eru bændur orðnir of gamlir og augljós þörf á meiri endurnýjun í greininni. En af hverju ætti einhver ungur einstaklingur að fjárfesta í landbúnaði eins og staðan er í dag? Vextir eru í kringum 10% af jarðalánum og stefna eða miklufrekar stefnuleysi ríkissins í landbúnaðarmálum er verulega óljós og breytileg eftir því hver situr í brúnni hvert sinn. Við verðum að fá raunverulegan kost fyrir bændur til að fjármagna sig á lágum vöxtum til langs tíma. Jarðir og bú ættu ekki að bera hærri vexti og hafa sömu lánakjör og íbúðarhús á almennum markaði. Við sem þjóð þurfum líka að ákveða góða landbúnaðarstefnu til 20−30 ára sem leggur stóru línurnar um hvernig við ætlum að tryggja framleiðslu matvara hér á landi, og samtímis að tryggja starfsöryggi bænda til lengri tíma. Ég hvet matvælaráðherra og aðra þá sem vinna að því að endurskoða búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu að horfa til þess sem hefur gefist vel ekki síður en að horfa til framtíðar til að við sem þjóð getum búið við öflugan landbúnað til ókominna ára. Höfundur er kúabóndi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun